fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Leigubílstjóri handtekinn í röðinni við Keflavíkurflugvöll vegna gruns um kynferðisbrot

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir einstaklingar eru með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kynferðisbroti gegn konu í byrjun febrúar. Annar maðurinn starfar sem leigubílstjóri og var handtekinn í aðgerð lögreglunnar við flugvöllinn í síðustu viku og var færður til skýrslutöku ásamt hinum manninum. Báðum mönnum var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, staðfestir í samtali við DV að málið sé í rannsókn en vill að öðru leyti ekki gefa frekari upplýsingar um málið enda rannsóknin á viðkvæmu stigi.

Báðir mennirnir eru erlendir ríkisborgarar og hafa verið búsettir á Íslandi í nokkur ár. Handtakan fór ekki framhjá öðrum leigubílstjórum sem voru staddir á Keflavíkurflugvelli þegar aðgerðin átti sér stað og hefur málið verið til umræðu á samfélagsmiðlum síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök