fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Íbúðareigandi vildi hund – Annar íbúi taldi dýrahald ógna heilsu sinni og fór húsfélagið langt út fyrir valdsvið sitt á húsfundi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 13:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundaeigandi í átta íbúða fjöleignarhúsi taldi skilyrði sem samþykkt voru til grundvallar hundahaldinu og greidd voru atkvæði um á húsfundi ólögmæt. Komu skilyrðin fram í tveimur viðaukum sem lagðir voru fram á fundinum, en var ekki getið í fundarboði eða lesnir upp á fundinum. 

Kærunefnd húsamála tók málið fyrir og taldi kröfu hundaeigandans vera: Að viðurkennt verði að skilyrði fyrir hundahaldi í húsinu sem koma fram í viðaukum sem lagðir voru fram á húsfundi 22. maí 2023 séu ólögmæt.

Tveir eigendur íbúða í húsinu vildu fá sér hund og var boðað til húsfundar til að gera breytingar á húsreglum frá því að þurfa samþykki allra yfir í samþykki á grundvelli gildandi reglugerðar Reykjavíkurborgar um dýrahald. Einn eigenda vildi meina að reglan um samþykki allra væri í gidli, þó henni hafi ekki verið þinglýst. Voru því greidd atkvæði um að breyta húsreglum, til samræmis við fyrrnefnda reglugerð þannig að samþykki 2/3 hluta eigenda þurfi fyrir dýrahaldi.

Að sögn hundaeigandans er eigandinn sem vísaði til reglunnar um samþykki allra mótfallinn dýrahaldi þar sem hún telji það ógna heilsu hennar en hún hafi ekki sýnt fram á það með viðeigandi gögnum. Konan hafi samþykkt einn hund sem hafi verið í húsinu í að verða tvö ár án vandræða, en komi í veg fyrir dýrahald hjá öðrum eigendum.

Á húsfundi 22. maí 2023 var tillaga um breytingar á samþykki fyrir dýrahaldi samþykkt. Báðir eigendurnir sem vildu fá sér hund höfðu fengið samþykki 2/3 eigenda á undirskriftarlista fyrir fundinn. 

Íbúðareigandi taldi dýrahald ógna heilsu sinni og lagði fram tvo viðauka

Konan sem mótfallin var dýrahaldinu lagði tvo viðauka fram á fundinum sem hún hafði tekið saman en viðaukarnir voru ekki tilgreindir í fundarboði. Einnig sagðist hún ætla að fara með öll gögn fundarins til þinglýsingar strax eftir húsfundinn. Hundaeigandinn sem lagði málið fyrir kærunefndina sagðist þó hafa fengið þau svör frá sýslumanni að engin gögn tengd þessu máli hafi borist til þinglýsingar.

Sex eigendur samþykktu viðaukanna, þrátt fyrir að þeir væru ekki lesnir upp á húsfundinum, en eigendurnir tveir sem vildu fá sér hund samþykktu þá ekki. 

Húsfélagið bar því við, með vísun til 3. mgr. 33. gr. f. laga um fjöleignarhús, nr. 26/1994, að húsfélögum sé frjálst að leggja til meiri annmarka en reglur kveði á um.

Á húsfundi 8. maí 2023 hafi verið rætt um að breyta reglum um samþykki fyrir dýrahaldi um að samþykki allra þyrfti yfir í að samþykki 67% þyrfti. Á húsfundinum 23. maí 2023 hafi síðan farið fram atkvæðagreiðsla um tillöguna um að hundahald þurfi samþykki 67% eigenda að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum sem tilgreind voru í viðaukunum tveimur. Greiddu fimm eigendur atkvæði með tillögunni en tveir á móti.

Samkvæmt téðum viðaukum er leyfi fyrir hundahaldi í húsinu meðal annars háð því að eigandi hundsins standi straum af kostnaði við auka þrif á sameign aðra hvora viku sem og djúphreinsun á teppi eftir þörfum eða einu sinni til tvisvar á ári. Einnig er þar kveðið á um þrif í íbúð viðkomandi eiganda og skyldu hans til að fara með hundinn á námskeið og í atferilsþjálfun sem og að hreyfing hans þurfi að vera regluleg og góð. 

Húsfélagið fór út fyrir sitt valdsvið

Kærunefndin taldi að þó heimilt sé að setja skilyrði fyrir hundahaldi í húsinu verði þau að vera í samræmi við hlutverk húsfélaga og markmið laga um fjöleignarhús. Vísaði hún til 2. mgr. 57. gr. fjöleignarhúsalaga að valdsvið húsfélag sé bundið við sameignina, ákvarðanir sem varði hana og nauðsynlegar séu vegna hennar og sameiginlegra hagsmuna eigenda. Með hliðsjón af því taldi kærunefndin skilyrði um þrif á séreign, skyldu til hundanámskeiðs, atferilsþjálfunar og tiltekinnar hreyfingar á viðkomandi hundi í andstöðu við hlutverk húsfélaga og tilgang fjöleignarhúsa, enda er þar gengið langt í að binda hagnýtingu séreignar skilyrðum, auk þess sem gerðar eru strangar kröfur til hundahaldsins utan hússins, en slíkt fellur augljóslega utan valdsviðs húsfélags. 

Að leggja aukakostnað á hundaeiganda vegna þrifa á sameign er einnig frávik frá kostnaðarskiptingu sem ber að fara með samkvæmt 46. gr. fjöleignarhúsalaga, það er leggja málið fyrir húsfund, greiða atkvæði um það og þarf samþykki 2/3 eigenda. Ekki varð séð að svo hefði verið gert og leit nefndin því svo á að skilyrðin í umræddum viðaukum séu ólögmæt. Féllst nefndin því á kröfu hundaeigandans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá