fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Björn tætir í sig skrif Garðars: „Það er ekkert flókið við það sem þarna er að gerast“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég skil vel að það sé erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Það gæti ég ekki,“ segir Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður í aðsendri grein á vef Vísis.

Björn hefur skrifað nokkra pistla að undanförnu um málefni Rapyd vegna stríðs Ísraelsmanna á Gaza. Hefur hann meðal annars skorað á fólk og fyrirtæki að slíta viðskiptum við Rapyd sem er umsvifamikið í færsluhirðingu hérlendis. Fyrirtækið er ísraelskt og hefur forstjóri þess Arik Shtilman, stutt hernaðaraðgerðir Ísraelshers á Gasa og Vesturbakkanum.

Forstjóri Rapyd hér á landi, Garðar Stefánsson, skrifaði grein sem birtist á vef Vísis í vikunni þar sem hann svaraði fyrir þá gagnrýni sem fyrirtækið hefur fengið á sig hér á landi. Sagði hann að félagið tengist átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki á nokkurn hátt og þá hafi miklar rangfærslur birst í málflutningi þeirra sem hafa haft sig hvað mest í frammi í umræðunni um Rapyd.

Sjá einnig: Garðar svarar fullum hálsi: „Starfsmenn taka hörmungarnar nærri sér“

Björn segir í grein sinni í dag að Garðar hafi tekið til varna fyrir félagið en tekist heldur óhönduglega – enda málstaðurinn ekki góður.

„Garðar heldur því fram að Rapyd stundi ekki viðskipti í landránsbyggðum Ísraela sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er einfaldlega rangt enda augljóst að fyrirtæki sem styður hernaðinn á Gaza setur slíkt ekki fyrir sig, frekar en önnur fyrirtæki í Ísrael.“

Þá gagnrýnir Björn orð Garðars þess efnis að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki en játi síðan að félagið sé í eigu hins ísraelska Rapyd.

Sjá einnig: Rapyd-forstjórinn Garðar gagnrýndur – „Af hverju að ljúga svona lélega?“

„Fyrirtækið er því ekki íslenskt fyrirtæki frekar en önnur slík sem eru í erlendri eigu þótt nauðsynlegt sé að um þau sé hlutafélag á Íslandi. Enda er það svo að þegar Rapyd er flett upp í fyrirtækjaskrá á Íslandi kemur í ljós að aðaleigandi þess er hinn ísraelski Arik Shtilman, forstjóri fyrirtækisins. Næst stærsti eigandinn er líka Ísraeli og sá þriðji er Breti. Það er því líka rangt sem Garðar heldur fram að fyrirtækið sé „að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða“.“

Þá segir Björn það rangt sem Garðar heldur fram að Rapyd sé ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers.

„Ummæli forstjóra og eiganda Rapyd, vinnuveitanda Garðars, sem vitnað er til hér að ofan eru afdráttarlaus og ganga þvert gegn þessum orðum Garðars. Á heimasíðu Shtilmans á Linkedin er mynd af ísraelska fánanum með orðunum: Rapyd styður Ísrael.“

Þá segir Björn að stuðningur Rapyd við hernað Ísraels sé líka augljós á Instagram-reikningi fyrirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu.

„Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka.“

Loks segir Björn að í lokin komi svo greining Garðars á átökunum þar sem hann forðast að taka afstöðu eða „styggja húsbónda sinn“ í Ísrael eins og hann orðar það. Sagði Garðar að átökin og rót þeirra væru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg.

„Enn missir Garðar marks því það er ekkert flókið við það sem þarna er að gerast. Hvert mannsbarn sér að átökin og rót þeirra eru þau að ein þjóð er í krafti vopnavalds að ræna landi annarrar þjóðar. Ef Garðar hefur ekki áttað sig á þessum einföldu sannindum bendi ég honum vinsamlegast á að bera saman landakort af svæðinu frá 1948 til þessa dags. Ég skil vel að það sé erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Það gæti ég ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“