fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Páfinn bað fyrir Grindvíkingum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint er frá því á Facebook-síðu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi að Frans páfi hafi nýlega verið upplýstur um það sem íbúar Grindavíkur hafa þurft að ganga í gegnum undanfarin misseri. Segir í færslunni að páfinn hafi í kjölfarið beðið fyrir þeim.

Það var biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, David B. Tencer, sem upplýsti páfann um stöðu mála í Grindavík. Biskupinn segir að dagana 6. til 10. febrúar hafi hann verið staddur í Róm til að undirbúa framhaldsnám prestnema nokkurs sem er þar á vegum kirkjunnar hér á landi.

Tencer segist hafa verið meðal þeirra sem tóku þátt í reglulegri áheyrn páfans. Biskupinn og páfinn ræddu saman um stund og segist Tencer hafa nýtt tækifærið til að upplýsa þennan æðsta leiðtoga kaþólsku kirkjunnar um hinar erfiðu aðstæður í Grindavík og það sem Grindvíkingar hafa þurft að þola í kjölfarið:

„Hann fór með stutta bæn og veitti fólkinu í neyð postullega blessun sína.“

Tencer segir að lokum að páfinn hafi beðið hann um að gera nokkuð fyrir sig:

„Við skulum líka biðja fyrir honum. Hann bað mig um það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri