fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Harpa ráðin samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 15:35

Harpa B. Hjálmtýsdóttir hefur tekið við keflinu sem samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Harpa Björg er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur bætt við sig námskeiðum í viðburðastjórnun og miðlun upplýsinga frá sama háskóla.

„Harpa er drífandi, eldklár, snögg að hugsa og leitar nýrra lausna sem ég kann afar vel við. Hún hefur jákvæðan og nærandi persónuleika og hrífur fólk með sér. Hún er frábær viðbót við framboð mitt og mun á næstu mánuðum reynast framboðsteyminu afar vel. Það lýsir Hörpu vel að hún var fyrst til að sækja um auglýsta stöðu Samskiptaskapara og kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera,“ segir Sigríður Hrund.

Sigríður Hrund Pétursdóttir, forsetaframbjóðandi
Mynd: Saga Sig

Harpa hefur reynslu úr fjármálageiranum sem m.a. sérfræðingur í eignastýringu og viðburðastjórnun og hefur komið að skipulagningu viðburða tengdum golfíþróttinni og nýsköpun bæði hérlendis sem erlendis og tekið þátt í umfangsmiklu starfi Kvenfélagasambands Íslands. Harpa hefur yfirgripsmikla reynslu af markaðssetningu og vinnslu markaðsefnis.

„Ég hlakka til að takast á við næstu mánuði við hlið Sigríðar og þau fjölbreyttu verkefni sem eðlilega munu koma upp á leiðinni. Forsetaframboð Sigríðar er einstakt tækifæri til að nálgast hlutina á nýja skapandi vegu, nýta fyrirliggjandi einstaka þekkingu og reynslu Sigríðar okkur öllum til góðs og það verður afar gefandi að finna nýjar leiðir til að nálgast þjóðina. Sigríður Hrund hefur einstakan hæfileika til að tengjast fólki og sameina til aðgerða. Ég hlakka til að vera hennar bakland á þessu framúrskarandi ferðalagi,“ er haft eftir Hörpu Björg í tilkynningunni.

Sigríður Hrund tilkynnti um framboðs sitt til forseta Íslands á fimmtugsafmælisdaginn sinn þann 12. janúar síðastliðinn. Upphaflega var almannatengillinn Hödd Vilhjálmsdóttir samskiptastjóri framboðsins en hún lét af störfum tæpri viku síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi