fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Garðar svarar fullum hálsi: „Starfsmenn taka hörmungarnar nærri sér“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 08:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðar Stefánsson, forstjóri Rapyd á Íslandi, segiir að félagið tengist átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs ekki á nokkurn hátt.

Hann skrifar grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem hann svarar fyrir þá gagnrýni sem fyrirtækið hefur fengið á sig. Hefur ítrekað verið kallað eftir því að fólk sniðgangi fyrirtæki sem nýta sér þjónustu Rapyd og hafa einhver skipt um greiðslumiðlun.

„Að und­an­förnu hef­ur fá­menn­ur hóp­ur fólks haft sig mikið í frammi um Rapyd. Rang­færsl­ur í mál­flutn­ingi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru marg­ar. Þeim verður ekki öll­um svarað hér. Full­yrðing­ar eins og að Rapyd starfi á landráns­byggðum Ísra­els á Vest­ur­bakk­an­um og styðji hernað Ísra­els­hers á Gasa eru alrang­ar,“ segir Garðar í grein sinni þar sem hann kveðst vilja koma ákveðnum atriðum á framfæri.

„Rapyd á Íslandi er ís­lenskt fyr­ir­tæki byggt á ára­tuga sögu rekstr­ar Valitor og Korta, sem nú hafa verið sam­einuð und­ir merkj­um Rapyd. Fyr­ir­tækið starfar sem ís­lenskt hluta­fé­lag og er kennitala fé­lags­ins frá 1983. Hjá Rapyd á Íslandi starfa um 180 ein­stak­ling­ar. Fé­lagið greiðir skatta og skyld­ur á Íslandi,“ segir hann.

Þá segir hann að Rapyd á Íslandi leggir metnað sinn í að þjón­usta ís­lenskt sam­fé­lag með því að veita fyrsta flokks greiðslumiðlun. Þannig hafi Rapyd á Íslandi lengi lagt áherslu á að gefa til sam­fé­lags­ins enda eigi það djúpar rætur í ís­lensku sam­fé­lagi.

Garðar bendir á að Rapyd á Íslandi sé í eigu alþjóðlega fjár­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Rapyd og starfi und­ir merkj­um þess. Þá sé fyr­ir­tækið er með starfs­stöðvar um all­an heim; í Banda­ríkj­un­um, Bretlandi, Hollandi, Íslandi, Ísra­el, Dúbaí, Singa­púr og Hong Kong, svo dæmi séu tek­in. Nefnir hann að fyr­ir­tækið sé að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingarsjóða sem hafi aðset­ur víða um heim.

„Eig­end­ur Rapyd á Íslandi hafa fjár­fest ríku­lega hér á landi. Frá aðkomu Rapyd að fé­lag­inu hef­ur fé­lagið aldrei greitt arð til eig­enda sinna. Fé­lagið er því ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísra­els­hers, eins og rang­lega hef­ur komið fram í full­yrðing­um of­an­greinds hóps,“ segir hann og heldur áfram:

„Átök­in fyr­ir botni Miðjarðar­hafs og mann­fall al­mennra borg­ara eru hörm­ung­ar sem snerta okk­ur öll. Það á jafnt við um starfs­menn Rapyd sem aðra. Átök­in og rót þeirra eru flók­in, til­finn­ingaþrung­in og um margt sorg­leg. Af þeim ástæðum hef­ur Rapyd á Íslandi ekki talið rétt að blanda sér í umræðuna fyrr en nú. Ítrekaðar rang­ar full­yrðing­ar um Rapyd í fjöl­miðlum hafa knúið mig til að svara,“ segir Garðar og endar grein sína á þessum orðum:

„Að gefnu til­efni vil ég árétta að fé­lagið teng­ist átök­un­um ekki á nokk­urn hátt. Ég get full­yrt að starfs­menn fé­lags­ins taka hörm­ung­arn­ar nærri sér eins og aðrir og óska þess að átök­un­um linni. Óska ég þess að fólk sem kenn­ir sig við mann­rétt­indi og tal­ar fyr­ir mannúð kynni sér staðreynd­ir um rekst­ur Rapyd á Íslandi áður en röng­um full­yrðing­um er haldið fram í fjöl­miðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“