fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Ekkja flugmannsins sem lést á Haukadalsflugvelli hafði betur gegn dönsku tryggingafélagi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 14:30

Dómurinn skerti bæturnar um þriðjung.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskt flugtryggingafélag, Beta Aviation, hefur verið dæmt til þess að greiða ekkju manns sem dó í flugslysi á Suðurlandi árið 2019 bætur. Maðurinn var flugmaður á sextugsaldri sem lést þegar lítil flugvél hans hrapaði á Flughátíð.

Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag, þann 9. febrúar. Var félaginu gert að greiða ekkjunni 7,6 milljón króna með vöxtum frá októbermánuði árið 2020 auk málskostnaðar.

Hrapaði í flugtaki

Slysið varð á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum þann 27. júlí árið 2019. Þar fór fram flughátíð og á fimmta tug voru viðstaddir.

Eins hreyfils vél mannsins hlekktist á í flugtaki og hrapaði hún til jarðar í kjölfarið. Maðurinn var einn um borð í vélinni, hlaut mikla áverka og var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir að endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Samkvæmt fréttum af slysinu var fólki mjög brugðið og þurfti að bjóða því áfallahjálp á staðnum.

„Vélin klifraði mjög bratt eftir flugtak og virtist mikið afl á hreyflinum með þeim afleiðingum að vængirnir hættu að bera vélina uppi. Vélin virtist hafa ofrisið og afl dregið af hreyflinum, en við það byrjaði hún að falla niður á hægri vænginn og spann síðan einn hring til jarðar og brotlenti í graslendi 42 metra suðaustanmegin við flugbrautina,“ segir í dóminum.

Tæknideild lögreglu komst að því að slysið hefði mátt rekja til mannlegra mistaka. Hægt var að stýra vélinni úr öðru sæti og hafði flugmaðurinn sem flaug henni á undan vafið öryggisbelti utan um stýrispinnann þar til að festa hann. Hafi maðurinn ekki vitað af því að aftari pinninn væri fastur.

Tryggingafélagið hafnaði að greiða dánarbætur eftir að Rannsóknarnefnd samgönguslysa hafði skilað sinni skýrslu. Vísað var til þess að maðurinn hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi.

Þaulreyndur og varkár flugstjóri

Ekkjan hafnaði því að um stórfellt gáleysi væri að ræða og taldi sig eiga rétt á bótum samkvæmt skilmálum tryggingarinnar. Sú hugsanlega yfirsjón að gleyma að líta á aftari stýripinnann og losa sætisbeltið sem festi hann geti ekki talist sem stórkostlegt gáleysi. Óljóst hafi verið hversu mikið maðurinn hafi geta hreyft sinn stýripinna fyrir flugtak og hvort hann hefði mátt átta sig á því að gengið hefði verið frá vélinni með þessum hætti.

Sjá einnig:

Tugir horfðu á slysið:Flugvélin sem fórst í gær á Haukadalsflugvelli var heimasmíðuð

Vísaði til þess að hann hefði verið þaulreyndur flugstjóri með 30 ára reynslu á bakinu. Vitni hafi sagt hann afar varkáran og ábyrgan. Þá hafi tryggingafélag greitt bætur fyrir tjón á flugvélinni án nokkurra athugasemda.

Beta Aviation byggði sína vörn á því að maðurinn hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi og þar með fyrirgert tryggingunni samkvæmt skilmálum. Vísaði félagið til skýrsla hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Hefðbundið hafi verið að ganga frá aftari stýripinna með þessum hætti og hafi maðurinn mátt vita það.

Skerðing um þriðjung

Að mati dómsins, sem skipaður var sérfróðum meðdómanda, var háttsemi mannsins talin orsök slyssins. Enginn annar hafi getað talist meðábyrgur.

En samkvæmt íslenskum vátryggingalögum eru það haldlaus rök að stórfellt gáleysi valdi því að réttur til bóta falli niður. Meta verður á málið í heild sinni. Í þessu tilfelli skerðir dómurinn bótafjárhæðina um þriðjung. Það er krafan var 11,4 milljónir króna en bæturnar verða 7,6 milljónir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri