fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Íslenskir Tælandsfarar uggandi vegna ofbeldisfullrar konu – Réðist á Íslending og sleit af honum punghárin

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 15:00

Næturlífið í Pattaya er heimsþekkt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélag Íslendinga á Tælandi er slegið vegna þarlendrar konu sem hefur ítrekað beitt ofbeldi. Hún réðist á einn Íslending í tvígang og er nú kominn með annan upp á arminn.

Konan er sögð halda til á barnum Puy í borginni Pattaya, sem er vinsæll bar hjá Íslendingum. Pattaya er víðfræg skemmtanaborg, staðsett við ströndina suðaustan við Bangkok. Umræða er um konuna og framferði hennar á samfélagsmiðlasíðu ætlaðri vinum Tælands og varað er við henni.

Skaut manninn sinn

Nefnt er að þessi kona hafi gert vopnaða árás á eiginmann sinn með byssu. En hann var einnig starfandi sem lögreglumaður. Skaut hún eiginmann sinn sem skaut einnig til baka á konuna. Hafi hún því þurft að fara á sjúkrahús í nokkrar vikur og var gert að greiða sekt fyrir.

Blóðugt hreðjatak

Einnig er nefnt að þessi umrædda kona hafi tvisvar sinnum ráðist á íslenskan mann sem hún hafi verið í tygjum við. Í fyrra skiptið hafi hún verið sektuð fyrir vopnaða árás á hann í bæ rétt norðan við Bangkok.

Puy barinn er vinsæll á meðal Íslendinga.

Hin árásin hafi verið gerð á hóteli í borginni Pattaya í desember á síðasta ári. Konan hafi þá brugðið hnífi til þess að ráðast á manninn og ógnað lífi hans.

Hann hafi hins vegar náð að afvopna hana með því að grípa í handlegg hennar með þeim afleiðingum að hún marðist. En þá hafi hún bitið í framhandlegginn á manninum og náð öflugu hreðjataki á honum. Togaði hún fast og sleit hár af pungnum á manninum svo hann var blóðugur eftir.

Vill flytja til Íslands

Íslendingurinn þurfti eftir þessa rimmu að fara á spítala til að fá bæði aðhlynningu og áverkavottorð. Þar næst fór hann niður á lögreglustöð til þess að leggja fram kæru.

Sagt er að nú sé þessi kona komin með annan Íslending upp á arminn. Einnig að hún hafi mikinn áhuga á að flytja til Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg