fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íslenskir Tælandsfarar uggandi vegna ofbeldisfullrar konu – Réðist á Íslending og sleit af honum punghárin

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 15:00

Næturlífið í Pattaya er heimsþekkt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélag Íslendinga á Tælandi er slegið vegna þarlendrar konu sem hefur ítrekað beitt ofbeldi. Hún réðist á einn Íslending í tvígang og er nú kominn með annan upp á arminn.

Konan er sögð halda til á barnum Puy í borginni Pattaya, sem er vinsæll bar hjá Íslendingum. Pattaya er víðfræg skemmtanaborg, staðsett við ströndina suðaustan við Bangkok. Umræða er um konuna og framferði hennar á samfélagsmiðlasíðu ætlaðri vinum Tælands og varað er við henni.

Skaut manninn sinn

Nefnt er að þessi kona hafi gert vopnaða árás á eiginmann sinn með byssu. En hann var einnig starfandi sem lögreglumaður. Skaut hún eiginmann sinn sem skaut einnig til baka á konuna. Hafi hún því þurft að fara á sjúkrahús í nokkrar vikur og var gert að greiða sekt fyrir.

Blóðugt hreðjatak

Einnig er nefnt að þessi umrædda kona hafi tvisvar sinnum ráðist á íslenskan mann sem hún hafi verið í tygjum við. Í fyrra skiptið hafi hún verið sektuð fyrir vopnaða árás á hann í bæ rétt norðan við Bangkok.

Puy barinn er vinsæll á meðal Íslendinga.

Hin árásin hafi verið gerð á hóteli í borginni Pattaya í desember á síðasta ári. Konan hafi þá brugðið hnífi til þess að ráðast á manninn og ógnað lífi hans.

Hann hafi hins vegar náð að afvopna hana með því að grípa í handlegg hennar með þeim afleiðingum að hún marðist. En þá hafi hún bitið í framhandlegginn á manninum og náð öflugu hreðjataki á honum. Togaði hún fast og sleit hár af pungnum á manninum svo hann var blóðugur eftir.

Vill flytja til Íslands

Íslendingurinn þurfti eftir þessa rimmu að fara á spítala til að fá bæði aðhlynningu og áverkavottorð. Þar næst fór hann niður á lögreglustöð til þess að leggja fram kæru.

Sagt er að nú sé þessi kona komin með annan Íslending upp á arminn. Einnig að hún hafi mikinn áhuga á að flytja til Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“