fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Hjartasteinarnir í Hafnarfirði horfnir

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 12:30

Hafnfirðingum brá í brún að sjá að Hjartasteinarnir höfðu verið fjarlægðir. Mynd/KHG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í miðbæ Hafnarfjarðar tóku eftir því fyrir skemmstu að búið var að fjarlægja hina svokölluðu Hjartasteina sem stóðu fyrir framan Bæjarbíó. Í staðinn voru komnir venjulegir hellusteinar.

„Við erum aðeins að breyta þeim. Það koma nýir niður á sama stað,“ segir Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bæjarbíós.

Þrír hafnfirskir listamenn hafa fengið sinn Hjartastein. Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson, rithöfundurinn Guðrún Helgadóttir sem er nú látin og grínistinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem steinn Björgvins er fjarlægður. Upphaflega var hann stjarna, byggð á The Walk of Fame í Hollywood, en eftir að viðskiptaráð kvikmyndaborgarinnar kvartaði árið 2019 var steininum breytt í Hjartastein. Guðrún og Laddi fengu sína steina í kjölfarið.

Páll er dularfullur um breytingarnar sem gerðar verða á steinunum og vill ekkert segja. Þá er ekki vitað nákvæmlega hvenær þeir verða settir niður.

Sjá einnig:

Björgvin Halldórsson missti stjörnuna eftir kvörtun frá Hollywood

„Það er ekki alveg öruggt. Þegar fer aðeins að birta,“ segir Páll.

Árdís Ármannsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, segir að Hjartasteinarnir séu væntanlegir fljótlega. „Þessir sem voru fyrir þóttu helst til hálir undir ákveðnum kringumstæðum og því var ákveðið að skipta þeim út,“ segir hún.

Ljóst er að mikið götupláss þarf fyrir alla þá hafnfirsku listamenn sem eiga eftir að fá sinn Hjartastein í framtíðinni. Dugar að nefna til dæmis Hildi Guðnadóttur, Jóhönnu Guðrúnu, Friðrik Dór og Jón Jónsson, Botnleðju, Jet Black Joe, Svölu og Krumma, Sigurð Sigurjónsson, Björk Jakobsdóttur og Björn Thoroddsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni

Tveir voru handteknir í aðgerð lögreglunnar gegn barnaníðsefni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina