fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Landris heldur áfram og líklega stutt í næsta gos

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 11:57

Það verður sennilega ekki langt þangað til það byrjar að gjósa aftur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landris heldur áfram á svæðinu við Svartsengi og má búast við nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi á næstu vikum.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að land rísi 0,5 – 1,0 sentímetra á dag sem er svipaður hraði og eftir síðustu eldgos. Þá haldi kvika áfram að safnast í kvikuhólfið undir Svartsengi.

„Það eru því miklar líkur á að atburðarásin endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi,“ segir í tilkynningunni.

Bent er á það að frá því á hádegi 8. febrúar hafi jarðskjálftavirkni á svæðinu norðan Grindavíkur verið minniháttar, en um 50 smáskjálftar hafa mælst, allir um eða undir 1,0 að stærð.

„Einnig hefur verið smáskjálftavirkni í vestanverðu Fagradalsfjalli, en þar mældust rúmlega 100 skjálftar, flestir um eða undir 1,0 að stærð. Þar hefur smáskjálftavirkni verið viðvarandi síðustu vikur en dýpi skjálftanna er um 6 – 8 km.“

Uppfært hættumatskort verður birt seinna í dag.

Færslur á GPS stöðinni SENG í Svartsengi síðan 11. nóvember 2023 í norður, austur og lóðrétt (efst, miðja, neðst). Neðsti ferillinn sýnir landris í millimetrum, og mælingin í gær (11. febrúar) er sýnd með grænum punkti. Rauðu línurnar eru tímasetningar á síðustu þremur eldgosum (18. desember 2023, 14. janúar og 8. febrúar 2024). Heimild: Veðurstofa Íslands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður