fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Fréttir

Ítrekað ekið undir áhrifum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 18:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur var sakfelldur, í liðinni viku, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ekið undir áhrifum amfetamíns og án ökuréttinda á Vínlandsleið í Reykjavík.

Lögreglan stöðvaði akstur mannsins í október síðastliðnum en maðurinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum.

Honum var birt ákæra í málinu en var ekki viðstaddur þingfestingu þess og boðaði ekki forföll. Þar af leiðandi var maðurinn sakfelldur.

Maðurinn á talsverðan sakaferil að baki. Hann hefur áður verið sakfelldur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Árið 2019 var hann dæmdur tvisvar fyrir slíkt athæfi. Í fyrra skiptið var hann dæmdur í 30 daga fangelsi, en einnig fyrir hraðakstur. Í síðara skiptið í 60 daga fangelsi og þá einnig fyrir akstur eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Hann hefur einnig gengist undir lögreglustjórasáttir og tilheyrandi greiðslu sekta vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og hraðakstur.

Á síðasta ári var hann dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að aka án ökuréttinda og síðasti dómur, á undan þessum, sem hann hlaut var 3 mánaða fangelsi fyrir að aka undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum.

Í ljósi sakaferils mannsins þótti hæfilegt í þetta sinn að dæma hann í 4 mánaða fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bjarni blæs á gagnrýnina og segir ótvíræða kosti fylgja því að taka upp herskyldu hér á landi

Bjarni blæs á gagnrýnina og segir ótvíræða kosti fylgja því að taka upp herskyldu hér á landi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Trump segir að Bandaríkin muni eignast Grænland á „einn eða annan hátt“

Trump segir að Bandaríkin muni eignast Grænland á „einn eða annan hátt“
Fréttir
Í gær

Leggja til 71 milljarðs króna sparnað í rekstri ríkisins

Leggja til 71 milljarðs króna sparnað í rekstri ríkisins
Fréttir
Í gær

Haraldur segir sjógang síðustu daga öðru en illviðri helst um að kenna

Haraldur segir sjógang síðustu daga öðru en illviðri helst um að kenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Seljan snýr aftur á RÚV – Byrjar í afleysingum

Helgi Seljan snýr aftur á RÚV – Byrjar í afleysingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar öðlaðist mikla lífsreynslu í næturvinnu með háskólanámi – „Það er eitt sem augljóslega vandist aldrei“

Stefán Einar öðlaðist mikla lífsreynslu í næturvinnu með háskólanámi – „Það er eitt sem augljóslega vandist aldrei“