fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Heita vatnið loksins byrjað að streyma aftur á Suðurnesjum – Það sem íbúar þurfa að gæta að

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 10:37

Mynd/HS Orka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið er verið að hleypa heitu vatni á ný inn í hús á Suðurnesjum. Í nýrri tilkynningu á vef HS Veitna segir að þess vegna þurfi íbúar að huga að ýmsu.

Gott sé að viðskiptavinir hafi hitastilla lágt stillta og hækki ekki hitann fyrr en ofnar eða gólfhitakerfi byrji að hitna, og hækki síðan hitastilla í rólegheitunum í nokkrum þrepum. Miðstöðvarkerfi fasteigna geti hafa orðið fyrir frostskemmdum í heitavatnsleysinu og séu viðskiptavinir beðnir að fylgjast vel með inntaksrými og öðrum lögnum, nú þegar heitu vatni er hleypt á að nýju.

Ef heitt vatn skili sér í vaskinn þá sé komið heitt vatn inn á kerfið og sé þá gott að yfirfara hvort leki kunni að vera við inntaksrými eða í grind.

Verði viðskiptavinur varir við leka, eða viti nú þegar af frostskemmdum í lögnum, sé mikilvægt að loka fyrir aðalinntakið við hitaveitugrindina og tilkynna það til þjónustuvers HS Veitna í síma 422-5200 eða á netfangið hsveitur@hsveitur.is.

Píparasveit Almannavarna og starfsfólk HS Veitna muni aðstoða viðskiptavini eftir bestu getu í dag og næstu daga. HS Veitur beri ábyrgð á lögnum að mæli og muni sjá um viðgerð á þeim, en lagnir fyrir innan mæli séu eign og á ábyrgð húseigenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri