fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Sonur poppdívunnar Cyndi Lauper handtekinn aftur – Nú með hólk

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. febrúar 2024 22:30

Cyndi með einkasyni sínum, rapparanum Declyn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Declyn Lauper, sonur bandarísku poppsöngkonunnar Cyndi Lauper, var handtekinn í New York borg fyrir að vera með hlaðna byssu. Þetta er í annað skiptið sem pilturinn er handtekinn.

Það er miðillinn New York Daily News sem greinir frá þessu.

Declyn er 26 ára gamall og er einkabarn Cyndi, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum með lögum á borð við „Girls Just Wann Have Fun“ og ballöðunni „True Colors“. Faðir hans er leikarinn David Thornton, sem lék meðal annars í þáttunum Law & Order.

Hann var handtekinn eftir að 24 ára gamall maður var skotinn í Harlem hverfi í New York. Declyn var með hliðartösku og í henni reyndist vera Glock skammbyssa með sjö kúlum í.

Neitar sök

Declyn hefur nú verið sleppt lausum en ákærður fyrir vopnalagabrot og árás. Hann neitar sök í málinu.

Maðurinn sem var skotinn, Omar Lewin, hefur einnig verið ákærður fyrir vopnalagabrot. Hann var fluttur á sjúkrahús en er ekki talinn í lífshættu.

Declyn Lauper er rappari og hefur áður komist í kast við lögin. Sumarið 2022 var hann handtekinn í stolnum Mercedes Benz bíl. Hann var dæmdur fyrir minniháttar brot og skipað af dómara til að „halda sig á beinu línunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
Fréttir
Í gær

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna