fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Sonur poppdívunnar Cyndi Lauper handtekinn aftur – Nú með hólk

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. febrúar 2024 22:30

Cyndi með einkasyni sínum, rapparanum Declyn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Declyn Lauper, sonur bandarísku poppsöngkonunnar Cyndi Lauper, var handtekinn í New York borg fyrir að vera með hlaðna byssu. Þetta er í annað skiptið sem pilturinn er handtekinn.

Það er miðillinn New York Daily News sem greinir frá þessu.

Declyn er 26 ára gamall og er einkabarn Cyndi, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum með lögum á borð við „Girls Just Wann Have Fun“ og ballöðunni „True Colors“. Faðir hans er leikarinn David Thornton, sem lék meðal annars í þáttunum Law & Order.

Hann var handtekinn eftir að 24 ára gamall maður var skotinn í Harlem hverfi í New York. Declyn var með hliðartösku og í henni reyndist vera Glock skammbyssa með sjö kúlum í.

Neitar sök

Declyn hefur nú verið sleppt lausum en ákærður fyrir vopnalagabrot og árás. Hann neitar sök í málinu.

Maðurinn sem var skotinn, Omar Lewin, hefur einnig verið ákærður fyrir vopnalagabrot. Hann var fluttur á sjúkrahús en er ekki talinn í lífshættu.

Declyn Lauper er rappari og hefur áður komist í kast við lögin. Sumarið 2022 var hann handtekinn í stolnum Mercedes Benz bíl. Hann var dæmdur fyrir minniháttar brot og skipað af dómara til að „halda sig á beinu línunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“