fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Lýsir hræðilegri reynslu í stól húðflúrara í Kópavogi – Hafi káfað á sér og flúrað ranga mynd á bringuna

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. febrúar 2024 12:00

Húðflúrarinn gerði óumbeðna mynd sem konan þurfti að láta fjarlægja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona segir farir sínar ekki sléttar af komu á snyrtistofu í Kópavogi fyrir skemmstu. Hafi hún þurft að sitja í tvöfalt lengri tíma í stólnum hjá manninum sem húðflúraði hana, hann hafi flúrað mynd sem hún hafði ekki samþykkt og áreitt hana kynferðislega.

Eftir á þurfti hún að fara og láta breyta og fjarlægja húðflúrið með laser aðgerð. En það er bæði dýrt og ákaflega sársaukafullt.

DV ræddi við konuna sem lýsti reynslu sinni á samfélagsmiðlum fyrir skemmstu.

„Ég gerði þau mistök að fara til hans og er enn þá að jafna mig eftir það, en hann var mjög óviðeigandi, káfaði á mér, var í meira en 9 klst að tattooa mig (þegar hann var búinn að segja 4-5 tíma) án þess að klára verkið og tattooaði svo á mig eitthvað „design“ sem ég var aldrei búin að samþykkja og vorum ekki einu sinni búin að ræða,“ segir konan í færslunni.

„Af einhverjum ástæðum var ég frosin og fannst ég ekki geta farið frá honum fyrr en hann lagði til þess (kl. 11 um kvöldið) og var lömuð alla næstu viku að reyna að hugsa ekki um það af hverju ég fór ekki fyrr.“

Fór hún síðar á húðflúrstofu til þess að láta klára verkið, sem er á bringunni á henni, og pantaði tíma hjá laser til að láta fjarlægja það sem ekki hafði verið rætt um. Þessu fylgi mikill kostnaður og sársauki.

Hafi þuklað á henni og boðið fíkniefni

Í samtali við DV segir konan að hann hafi læst sig inni, boðið henni kókaín, gripið í rassinn á henni og brjóstin og potað í klofið á henni. Þegar hún hafi grátið hafi hann kallað hana smábarn.

Konan segist bæði hafa rætt við lögreglu og lögmann en hafi ekki kært málið. Lögreglan segi að ekkert sé hægt að gera þar sem engar sannanir liggi fyrir. Lögmaður telur að árangurslítið sé að sækja einkamál þar sem líklegast séu engar eignir í spilinu.

Sagðist viljugur að borga

DV hefur undir höndum samskipti á milli konunnar og húðflúrarans þar sem hún kvartaði yfir því að hann hafi sett óumbeðna mynd á hana. Í samskiptunum segist hann viljugur til þess að borga fyrir húðflúreyðinguna en aðeins í hlutum og með þeim skilyrðum að hann fái að sjá reikning eftir hvert skipti.

Hún segist í samskiptunum hins vegar ekki treysta sér til að vera í stöðugu sambandi við hann eftir hvað kom fyrir.

Svaraði ekki

DV hafði samband við manninn til þess að fá svör við því hvers vegna hann hefði húðflúrað ranga mynd og hvað hann segði við ásökunum um kynferðislega áreitni. Einnig hvort hann væri með starfsleyfi frá heilbrigðiseftirlitinu í Kópavogi.

Bað maðurinn, sem er útlendingur, um að fá að svara með tölvupósti. Þegar þetta er skrifað hafa engin svör borist.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum