Gunnlaugur Gestsson, sem liðsinnt hefur rússnesku konunni Viktoríu Floresku, hefur sent bréf til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, þar sem hann óskar eftir tafarlausum flutningi Viktoríu aftur til Íslands frá Georgíu.
Viktoría hefur búið á Íslandi í hátt í sjö ár, þar af síðustu fjögur á heimili Gunnlaugs í Garðabæ, þar sem dóttir hans býr líka, eftir að hún flúði ofbeldi fyrirverandi eiginmanns síns. Viktoría hefur unnið að landgræðslu og dýravernd hér á landi. Hefur hún skapað sér afar gott orðspor og margir eru tilbúnir að vitna um mannkosti hennar, m.a. heiðarleika og dugnað.
Þann tíma sem Viktoría hefur búið hér á landi hefur hún árangurslaust sótt um dvalarleyfi og ríkisborgararétt á Íslandi. Í síðustu viku var hún handtekin og haldið í 15 tíma í gæsluvarðhaldi. Því næst var henni flogið til Parísar í fylgd fjögurra íslenskra lögreglumanna og þaðan til Tbilisi í Georgíu. Þar var Viktoría skilin eftir í reiðileysi á flugvellinum en hún hefur engin tengsl við Georgíu.
Gunnlaugur telur handtöku Viktoríu og brottflutning hennar til Georgíu vera ólöglegan gjörning og hann biður utanríkisráðherra að beita sér fyrir því að þetta verði leiðrétt og Viktoría flutt aftur hingað til lands. Í bréfi Gunnlaugs segir meðal annars: