fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Á lista yfir framúrskarandi unga Íslendinga en á nú brottvísun yfir höfði sér

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2024 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er að ganga í gegnum, sennilega, eitt stærsta áfall lífs míns,“ segir hin 31 árs gamla Rima Charaf Eddine Nasr í viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Rima er flóttamaður frá Sýrlandi en í síðustu viku var greint frá því að hún væri tilnefnd til verðlaunanna Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 af Íslandsdeild alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI.

Tíu einstaklingar voru tilnefndir og hlaut Rima sína tilnefningu fyrir að hafa unnið brautryðjandi starf í félagasamtökunum Læti! sem er á vegum Rauða krossins.

„Hún hefur verið ómissandi í Rokkbúðum samtakanna sem er fyrir 10-12 ára og 13- 16 ára börn, sérstaklega vegna stuðnings við arabískumælandi börn sem mörg hver komu nýlega frá stríðshrjáðum svæðum. Þekking hennar og hæfni til að hjálpa þessum börnum að aðlagast nýjum aðstæðum var lykilatriði í að tryggja að þeim líði sem best í búðunum,” stóð í umsögninni um Rimu.

Í viðtalinu í Heimildinni segir Rima að síðasta viðtalið hennar hjá Útlendingastofnun, áður en fulltrúar stofnunarinnar bóka flug, sé núna á mánudaginn. „Mér hefur þegar verið hafnað tvisvar sinnum. Lögfræðingurinn minn segir að það sé mjög lítil von um að ég fái að vera áfram.”

Fram kemur í viðtalinu að Rima njóti þess að hjálpa fólki. „Ég hef reynt að vinna sjálfboðavinnu til að gefa til baka til landsins sem hefur gefið fjölskyldu minni svo mikið,” segir hún en þó nokkrir fjölskyldumeðlimir hennar eru búsettir hér á landi.

Tekur Rima fram í viðtalinu að aðeins eigi að brottvísa henni og systur hennar.

Nánar er rætt við Rimu í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald