fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Havana-heilkennið: Bandarísk þingnefnd beinir sjónum sínum að Kína, Kúbu og Rússlandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 6. desember 2024 22:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkennin eru ógleði, suð fyrir eyrum og hræðilegur höfuðverkur og í verstu tilfellum heilaskaði og fötlun. Havana-heilkennið hefur það verið kallað og hafa þessi dularfullu veikindi herjað á fleiri hundruð bandarískra diplómata og leyniþjónustustarfsmanna á undanförnum árum.

Ýmsum kenningum hefur verið fleygt fram um og hafa sumir viljað meina að háleynilegu vopni erlends óvinaríkis hafi verið beitt – vopni sem sendir frá sér geislun eða rafsegulorku. Aðrir hafa haldið því fram að um einhvers konar móðursýki sé að ræða.

Nú hefur undirnefnd Bandaríkjaþings birt skýrslu um málið þar sem fram kemur að „það virðist æ meira líklegt“ að erlendur óvinur hafi verið á bak við sum tilfellin að minnsta kosti.

Fyrst fór að bera á hinum dularfullu veikindum árið 2016 hjá bandarískum stjórnarerindrekum á Kúbu. Þá skýrðu nokkrir starfsmenn þar frá því að þeir hefðu heyrt dularfull hljóð og hefðu í kjölfarið glímt við mígreni, svima, ógleði og minnistap.

Síðan þá hafa meira en 1.500 bandarískir embættismenn víðs vegar um heiminn tilkynnt um einkenni eins og viðvarandi svima, ógleði og jafnvægisvanda.

Það var Rick Crawford, þingmaður frá Arkansas, sem leiddi hópinn sem vann skýrsluna en í henni er sjónum beint að ríkjum eins og Kína, Kúbu og Rússlandi. Þá eru bæði FBI og CIA gagnrýnd harðlega fyrir að hafa ekki tekið málið alvarlega og rannsakað það til hlítar. Auk þess hafi bandaríska leyniþjónustan reynt að hamla því að nefndin gæti farið í saumana á málinu.

CIA birti sína skýrslu um málið fyrr á þessu ári þar sem fram kom að ólíklegt væri að erlent óvinaríki hafi verið að verki. Þá voru gerðar ítarlegar rannsóknir á rúmlega 80 einstaklingum sem glímdu við einkenni en þær bentu ekki til þess að fólkið hefði orðið fyrir heilaskaða.

Segir í skýrslu undirnefndar Bandaríkjaþings að vonast sé til þess að hægt verði að halda áfram rannsókn á málinu þegar ný ríkisstjórn tekur við á nýju ári.

Sem fyrr segir hafa veikindin ekki verið einskorðuð við Kúbu og hafa bandarískir erindrekar í ríkjum eins og Austurríki, Kína, Kólumbíu, Georgíu, Þýskalandi, Indlandi, Póllandi, Rússlandi og Víetnam tilkynnt um einkenni. Í sumum tilfellum hafa fjölskyldumeðlimir þessara einstaklinga upplifað sömu einkenni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök