fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Þetta hefur þjóðin að segja um ákvörðun Bjarna – „Húrra, húrra“ – „Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 16:54

Bjarni Benediktsson og Kristján Loftsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var fyrr í dag að Bjarni Benediktsson sem gegnir embætti matvælaráðherra í þeirri starfsstjórn situr nú við völd á Íslandi hafi gefið út leyfi til veiða á langreyðum og hrefnum til næstu fimm ára. Hvalur hf. sem er í eigu Kristjáns Loftssonar fær leyfi til að veiða langreyðar og fyrirtækið Tjaldtangi til að veiða hrefnur. Óhætt er að segja að miðað við viðbrögð á samfélagsmiðlum séu nokkuð skiptar skoðanir meðal Íslendinga á þessari ákvörðun Bjarna en hver viðhorfin eru meðal meirihluta þjóðarinnar skal ósagt látið.

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er mjög ánægður:

Það sama verður ekki sagt um Andrés Inga Jónsson sem var þingmaður Pírata en náði ekki endurkjöri í alþingiskosningunum á laugardaginn:

Þarna vísar Andrés Ingi til þess að Bjarni situr í starfsstjórn og kosningar eru nýyfirstaðnar. Almennt hefur verið litið svo á að ráðherrar í starfsstjórn taki engar stórar ákvarðanir sem gilda til lengri tíma heldur eigi bara að vera til staðar til að tryggja að það sé ríkisstjórn í landinu. Í nýlegri grein á Vísindavef Háskóla Íslands sagði Hafsteinn Þór Hauksson dósent í lögfræði við skólann að þrátt fyrir þetta séu engar stjórnskipunarreglur sem takmarki valdheimildir ráðherra í starfsstjórnum.

Frábærar fréttir

Það kemur eflaust engum á óvart að Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness er mjög ánægður með Bjarna:

Meðal annarra ummæla á samfélagsmiðlum þar sem lýst er yfir ánægju með ákvörðun Bjarna eru til dæmis:

„Húrra, húrra Hvalveiðar á ný.“

„Virkilega góðar fréttir.“

„Nú verður fyrst gaman.“

„Frábærar fréttir, áfram Bjarni.“

Hættið nú alveg

En finna má einnig fjölda ummæla þar sem óánægju og andstöðu er lýst yfir vegna ákvörðunar Bjarna. Meðal þeirra sem láta heyra í sér er Helga Vala Helgadótttir lögmaður og fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar:

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur er ekki sáttur eins og færsla hans á X ber með sér:

Fleiri lýsa óánægju sinni yfir á X:

Einna harðorðastur er Einar Steingrímsson stærðfræðingur og háskólakennari:

„Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar.“

Meðal annarra ummæla þar sem óánægju er lýst má til dæmis nefna.

„Langreyður vegur 40 til 70 tonn og það er alls ekki auðvelt að veiða slíkt dýr. Það má líkja veiðunum á langreyðum við að drepa hreindýr með boga og ör með sprengioddi, ör sem dræpi ekki samstundis í um þriðjungi tilfella og hátt hlutfall dýra þyrfti að heyja langt dauðastríð helsærð. Ef að ríki í Afríku stæði svona illa að fílaveiðum væri það fordæmt út um allan heim. “

„Auðvitað varð að bíða fram yfir kosningar með að klára plottið, en núna sýnir BB sitt rétta andlit.“

Það virðist því nokkuð ljóst að í þessu máli eins og svo mörgum öðrum eru skoðanir skiptar meðal íslensku þjóðarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald

Neytendastofa hirtir vinsælan áhrifavald
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni

Félagarnir af Kjarnanum sameinast hjá Samfylkingunni
Fréttir
Í gær

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar

Kona stefndi ríkinu vegna handtöku – Lögreglan fann kannabislykt í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Í gær

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm