fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Egill ráðleggur Valkyrjunum að láta þetta eiga sig – „Myndi stúta þessari ríkisstjórn – ef hún kemst á koppinn“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ég ætti að ráðleggja nýrri ríkisstjórn SCF eitthvað, þá er það að láta Evrópumálin alveg vera og sætta sig við ríkjandi ástand í þeim,“ segir fjölmiðlamaðurinn og samfélagsrýnirinn Egill Helgason á Facebook-síðu sinni. Þar ráðleggur hann Kristrúnu Frostadóttur, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ingu Sæland að láta Evrópumálin vera í viðræðunum um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Egill er þeirrar skoðunar að deilur um Evrópu yrði bæði erfiðar og tímafrekar og betra væri að einbeita sér að heilbrigðis-, velferðar- og húsnæðismálum þar sem skóinn kreppir verulega.

„Háleit markmið eru góð, en þau mega ekki vera of mörg og flókin – það er lærdómur frá Jóhönnustjórninni um árið,“ segir hann.

Fjölmargir leggja orð í belg við færslu Egils og virðast sumir hjartanlega sammála honum á meðan aðrir eru ekki svo vissir.

„Tveir af þessum flokkum hafa verið fylgjandi aðild að EU og einn virðist ekki hafa mótaða stefnu um málið. Í því ljósi væri það mjög órökrétt að láta ekki reyna á málið. Ekki víst að þessir flokkar fái betra tækifæri til þess en einmitt núna,“ segir Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður VG, til dæmis um málið.

Egill svarar Birni og bendir á að staðan í Evrópu sé ekki burðug um þessar mundir.

„Það er ekkert tækifæri núna, með pólitík í uppnámi í bæði Frakklandi og Þýskalandi, pópúlíska flokka við stjórn í ýmsum Evrópulöndum, talsverða efnahagslega stöðnun í álfunni og stríð nálægt landamærum ESB. Ekki nokkur leið að selja kjósendum þetta,“ segir Egill.

Einn spyr hvort þessi rök Egils geti þá ekki allt eins gilt um allt. „Er það ekki alltaf ástæða til þess að ræða ekki Evrópumál ef út í það er farið. Það verða alltaf áskoranir sem þarf að takast á við,“ spyr viðkomandi.

Egill svarar að með ríkjandi ástandi eigi hann við aðild að EES og Schengen.

„ESB aðild hefur í raun aldrei verið raunhæfur kostur á Íslandi – meira að segja á tíma Jóhönnustjórnarinnar var þetta vonlaust dæmi. Óseljanlegt. Og eins og ég hef sagt áður, Ísland fer ekki inn nema Noregur geri það. ESB umsókn myndi stúta þessari ríkisstjórn – ef hún kemst á koppinn,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot