fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fréttir

Skýrari mynd dregin upp af andláti hjónanna í Neskaupsstað – Hinn grunaði þakinn blóði við handtöku og alvarlega veikur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 27. nóvember um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupsstað í ágúst, verði áfram vistaður á viðeigandi stofnun. Skýrari mynd er dregin upp af málinu í úrskurði héraðsdóms en þar kemur meðal annars fram að hinn grunaði glímir við alvarleg andleg veikindi og hefur því verið vistaður á viðeigandi stofnun fremur en í gæsluvarðhaldsfangelsi.

Það var fimmtudaginn 22. ágúst sem kallað var til lögreglunnar á Austurlandi vegna hjóna sem fundust látin á heimili sínu í Neskaupsstað. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að lögregla hafi verið kvödd að húsi hjónanna ásamt sjúkraliða eftir tilkynningu sem barst skömmu eftir hádegi. Hjónin fundust inni á baðherbergi íbúðarinnar og voru greinilega látin. Sjúkraflutningamenn tóku á móti lögreglu og greindu frá því að miklir áverkar væru á báðum látnu.

Lögreglan fékk fljótlega upplýsingar um að sést hefði til manns við hús hjónanna kvöldið áður og jafnframt að heyrst hafi þung bank-hljóð úr íbúðinni stuttu síðar.

Vitnið sagði lögreglu að það hefði í kjölfarið ekkert heyrt frá hjónunum og þegar það reyndi að hringja kom eins og slökkt væri á símum þeirra. Þá fór hann að húsinu en sá ekki bifreið hjónanna.

Lögregla komst að því að bifreiðinni hafði verið ekið í átt að höfuðborgarsvæðinu og sami maður og hafði sést við heimilið hafði sést aka bílnum. Hann var svo handtekinn í Reykjavík af sérsveitinni. Hann var blóðugur við handtöku og var með ýmsa muni í eigu hjónanna á sér. Hann var færður til skýrslutöku þar sem hann neitaði sök og sagðist hafa komið að þeim látnum og ályktað að þau hefðu banað hvort öðru eða að einhver óþekktur aðili hefði ráðist á þau.

Fram kemur í úrskurði að rannsókn sé á lokametrunum en enn sé beðið eftir mikilvægum gögnum svo sem blóðferlaskýrslu, krufningarskýrslu og upplýsingum um greiningu lífssýnis. Tekin var ákvörðun í september um að sakborningur málsins yrði vistaður á viðeigandi stofnun sem byggði á niðurstöðu geðrannsóknar. Taldi lögregla þann 27. nóvember að enn væru fyrir hendi forsendur fyrir að sakborningi yrði gert að sæta áframhaldandi vistum á réttar- eða öryggisgeðdeild til að meðhöndla veikindi hans og til að tryggja að ekki verði háski af honum.

Tekið var fram að sakborningur væri undir sterkum grun um að hafa ráðið hjónunum bana, en brotið varði fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt.

Dómari rakti að ætluð brot mannsins varði ýmist alvarlega líkamsárás eða manndráp. Sakborningur var handtekinn eftir að hafa ekið bifreið hinna látnu frá Neskaupsstað til Reykjavíkur og fannst mikið af ætluðu blóði á fatnaði og skóm hans. Auk þess var hann með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Hann hafði eins játað að hafa verið á vettvangi þó að hann neitaði að hafa banað hjónunum. Dómari taldi skýringar sakbornings á því hvers vegna hann hafði ekki tilkynnt andlátin til lögreglu ótrúverðugar og fyrir liggi að sakborningur sé í alvarlegu geðrofi.

Hann væri undir sterkum grun um að hafa banað tveimur einstaklingum og því nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna að hann sé áfram í haldi. Það stríði enda gegn réttarvindum almennings ef einstaklingur grunaður um jafn alvarlegt brot gangi laus. Eins sýni mat geðlæknis að sakborningur sé líklega enn hættulegur öðrum vegna veikinda sinna og hann þurfi að vistast á viðeigandi stofnun og fá sérhæfða meðferð til lengri tíma. Var því fallist á áframhaldandi vistun á viðeigandi stofnun, þó ekki lengur en til föstudagsins 20. desember klukkan 16:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Enn einu gjaldþrotinu hjá Birni Inga lokið

Enn einu gjaldþrotinu hjá Birni Inga lokið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viktoría var skilin eftir allslaus í flugstöðinni í Tbilisi – „Hún er peningalaus og kortalaus. Hrædd, kvíðin og ráðþrota“

Viktoría var skilin eftir allslaus í flugstöðinni í Tbilisi – „Hún er peningalaus og kortalaus. Hrædd, kvíðin og ráðþrota“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Úkraína hafi þörf fyrir skotfæri en ekki friðarferli

Segir að Úkraína hafi þörf fyrir skotfæri en ekki friðarferli
Fréttir
Í gær

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“
Fréttir
Í gær

„Enginn á að vera hryggur um jólin“

„Enginn á að vera hryggur um jólin“