Í viðtali við Handelsblatt sagði hann að reikna megi með að rússneskar hersveitir reyni að herða hernað sinn þangað til Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi.
Hann sagði að ef hinn mikilvægi tengipunktur við Pokrovsk falli í hendur Rússa, þá sé galopið fyrir sókn þeirra í vestur og muni Úkraínumenn væntanlega ekki geta veitt mikla mótspyrnu þar.
„Rússneski herinn er eins og hjólaskófla sem grefur sig í gegnum opna námu. Fyrst hægt, síðan hratt,“ sagði hann.