Gríðarleg hálka er á þjóðveginum í Suðursveit en þar fór rúta út af vegi á sjöunda tímanum í kvöld austan við Hala. Um tuttugu manns voru um borð og eru viðbragðsaðilar að lenda á vettvangi. Veginum hefur verið lokað á meðan staðan er metin og ekki er vitað um ástand farþega sem stendur.
Frekari upplýsinga er að vænta frá lögreglunni á Suðurlandi þegar skýrari mynd er komin af stöðunni.
Ofangreint kemur fram í tilkynningu lögreglu á Facebook.
Að sögn RÚV hefur hópslysaáætlun og samhæfingarstöð almannavarna verið virkjuð og ein þyrla Landhelgisgæslunnar send á slysstað og önnur er í viðbragðsstöðu.