fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fréttir

Franska ríkisstjórnin fallin eftir vantrauststillögu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2024 19:56

Michel Barnier/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska ríkisstjórnin er fallin eftir að þingið samþykkti tillögu um vantraust nú í kvöld. Þar með er minnihlutastjórn forsætisráðherrans, Michel Barnier, fyrir bý eftir aðeins þriggja mánaða valdatíð.

Vantrauststillagan var borin fram af bandalagi flokka á vinstri væng franskra stjórnmála og naut stuðnings frá öfgahægriflokknum National Rally. Alls samþykktu 331 þingmenn, aukinn meirihluti, tillöguna nú í kvöld og felldu þar með ríkisstjórnina.

Þetta þýðir að Barnier þarf að segja af sér en hann hafði áður varað við því að ef tillagan yrði samþykkt yrði Frakklandi steypt niður í óvissuna og fyrir liggur að forsetinn, Emmanuel Macron, horfist nú í augu við verstu stjórnarkrísu ferils síns.

Enn á eftir að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár en ríkissjóður í Frakklandi er rekinn með töluverðum halla. Ekki eru skýrar línur um hvaða stjórn Macron getur komið saman til að taka við af minnihlutastjórn Barnier.

Macron þarf ekki að stíga til hliðar og hefur útilokað að segja af sér, en áköll eftir slíku hafa borist frá báðum vængjum þingsins.

Um er að ræða fyrstu vantrauststillöguna sem er samþykkt á franska þinginu síðan árið 1962. Ekki er hægt að boða til kosninga fyrr en í fyrsta lagi í júlí á næsta ári svo jólin verða Macron líklega erfið enda er þingið klofið í þrjá hópa og enginn þeirra nær að mynda hreinan meirihluta.

Guardian greinir frá

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Enn einu gjaldþrotinu hjá Birni Inga lokið

Enn einu gjaldþrotinu hjá Birni Inga lokið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viktoría var skilin eftir allslaus í flugstöðinni í Tbilisi – „Hún er peningalaus og kortalaus. Hrædd, kvíðin og ráðþrota“

Viktoría var skilin eftir allslaus í flugstöðinni í Tbilisi – „Hún er peningalaus og kortalaus. Hrædd, kvíðin og ráðþrota“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Úkraína hafi þörf fyrir skotfæri en ekki friðarferli

Segir að Úkraína hafi þörf fyrir skotfæri en ekki friðarferli
Fréttir
Í gær

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“
Fréttir
Í gær

„Enginn á að vera hryggur um jólin“

„Enginn á að vera hryggur um jólin“