fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Enn einu gjaldþrotinu hjá Birni Inga lokið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. desember 2024 12:30

Björn Ingi Hrafnsson. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gjaldþrotaskiptum er lokið hjá Útgáfufélagi Viljans, vefmiðils sem stýrt hefur verið af Birni Inga Hrafnssyni. Þetta er þriðja gjaldþrotið sem tengist Birni Inga og fjölmiðlarekstri hans.

Útgáfufélag Viljans ehf. var úrskurðað gjaldþrota í apríl síðastliðnum en gjaldþrotaskiptunum lauk fyrir um viku. Lýstar kröfur voru alls 43.431.129 króna en í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu kemur fram að ekkert hafi fengist upp í kröfurnar.

Foreldrar Björns Inga voru skráðir eigendur félagsins. Þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota greindi Björn Ingi DV frá því að rekstur Viljans myndi halda áfram. Ekki kemur fram á miðlinum að ákveðið útgáfufélag haldi honum úti en Björn Ingi er skráður ritstjóri og ábyrgðarmaður. Á vef Fjölmiðlanefndar er hann skráður sem eigandi 100 prósent hlutar í Viljanum en engin kennitala er birt með helstu upplýsingum um miðilinn.

Eins og DV rifjaði upp í vor þegar tilkynnt var um gjaldþrot Útgáfufélags Viljans fór Björn Ingi í persónulegt gjaldþrot árið 2022. Sagði hann það tengjast gjaldþroti fyrra fjölmiðlafyrirtækis hans, Vefpressunni, en það fyrirtæki fór í gjaldþrot í lok árs 2017. Björn Ingi stofnaði síðan Viljann 2018.

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Eftir því sem DV kemst næst er Björn Ingi eini starfsmaður Viljans. Nýjasta efnið á miðlinum er frá 25. nóvember síðastliðnum og hefur miðillinn því ekki verið uppfærður síðan fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar.

Hlaðvarp Björns Inga, Grjótkastið, hefur hins vegar verið meira áberandi undanfarið en Viljinn en nýjasti þáttur hlaðvarpsins kom út síðastliðinn mánudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR

Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR
Fréttir
Í gær

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“