fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. desember 2024 10:00

Einar er ekki sáttur við Guðmund Andra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Einar Kárason skýtur pillum á kollega sinn Guðmund Andra Thorsson fyrir að hafa hæðst yfir því að Einar hafi klikkað á umsóknarferli listamannalauna. Segir hann Guðmund Andra hafa þá verið verklausan þingmann með tæpar tvær milljónir króna á ári.

„Mér var bent á að hér í einhverjum þræði þar sem rætt var um Listamannalaun og að í tal hafi borist eitt af þeim árum sem ég var að mestu, eða reyndar með öllu, sniðgenginn, þrátt fyrir að ná að klára bækur afar reglulega, þá hafi á spjallþræðinum minn gamli kunningi Guðmundur Andri kosið að spauga með í kommenti að ég hafi víst „gleymt að ýta á send.“,“ segir Einar í færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Kann að vera rétt, en eftir fyrirspurn fréttamanns um málið á sínum tíma var því svarað frá Rannís að ég hefði að vísu sent inn umsókn, en „ekki á fullnægjandi hátt.“

Um er að ræða umsókn fyrir árið 2019 sem var mikið fjallað um í fjölmiðlum. Þá fékk Einar ekki listamannalaun, í fyrsta sinn í mörg ár. Sagðist hann hafa fyllt út umsókn en formaður úthlutunarnefndar sagði að engin umsókn hefði borist frá Einari.

Hafi ekki klikkað á send takkanum

Síðan þá hefur Einar gagnrýnt tyrfið umsóknarferlið og segir áhersluna á umsóknina sjálfa frekar en listamanninn sem sækir um. Vinda þurfi ofan af mann og listfjandsamlegu kerfi.

„Andri gerir grín að þessu, en sjálfur var hann þá allt árið með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu, svo að honum var eðlilega léttur hlátur í huga yfir þeim félögum sem fengu ekki einu sinni þessa þrjá, eða sex, þrjúhundruðþúsundkalla sem menn betla eftir með flóknu umsóknarferli,“ segir Einar. En Guðmundur Andri sat á þingi árin 2017 til 2021. „Andri var að vísu, eins og allir vita, að mestu verklaus í þinginu, en gefum honum þó að hann klikkaði örugglega aldrei á að „ýta á send“ er hann sóttist eftir greiðslum.“

„Þá gleymist hún vonandi fljótt“

Eins og gefur að skilja hefur færslan hreyft við mörgum og sumir koma Guðmundi Andra til varnar í athugasemdum við hana. Meðal annars leiklistargagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson.

„Þessi færsla er fyrir neðan þina virðingu, Einar. Hvet þig til að eyða henni og þá gleymist hún vonandi fljótt,“ segir Jón Viðar.

Annar rithöfundur og gagnrýnandi, Páll Baldvinsson, kveður fastar að orði. „Þú lætur eins og bjáni Einar minn,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“