Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir tilraun til manndráps vegna atviks sem átti sér stað á gistiheimili í Reykjavík eftir miðnætti á ótilteknum föstudegi.
Í ákæru er maðurinn sagður hafa ráðist fyrirvaralaust á brotaþola með eldhúshnífi með 18,5 cm blaði. Hann hafi skorið þvert yfir framanverðan háls með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut skurð á hálsi sem sauma þurfti saman. Ákærði er sagður með þessari háttsemi hafa reynt að svipa brotaþola lífi.
Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 9. desember næstkomandi.