Fimm dvöldu síðustu nótt ársins í fangaklefa, en alls eru 45 mál bókuð í kerfum lögreglu eftir næturvaktina.
Tilkynnt var um ungmenni í umdæmi lögreglunnar í miðbæ, austurbæ, vesturbæ og Seltjarnarnesi, sem voru að trufla umferð með því að kasta snjóboltum í bifreiðar. Þessi háskaleikur þeirra var til þess að ökumenn kvörtuðu og kváðust næstum missa stjórn á bifreiðum sínum.
Tilkynnt um þjófnað á vegabréfi og kveikjuláslyklum. Málið til rannsóknar
Einum óvelkomnum aðila vísað út af mathöll þar sem sá var til ama og að áreita gesti.
Lögreglustöð 2 (Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes) fékk tilkynningu um ungmenni sem voru að kasta flugeldum upp á svalir fjölbýlishúss. Rætt var við ungmennin sem og foreldra og þeim leiðbeint um rétta meðhöndlun flugelda og elds.
Tilkynnt um samkvæmishávaða. Húsráðanda gert að lækka sem hann varð við.
Lögreglustöð 3 (Kópavogur- Breiðholt) fékk tilkynningu um hóp ungmenna að valda ursla í verslunarmiðstöð. Lögregla gaf sig á tal við ungmennin og ræddi við þau og gaf þeim sem vildu endurskinsmerki. Engar kröfur af hálfu tilkynnanda.
Tilkynnt um slagsmál milli hóp manna. Engan að sjá er lögregla kom á vettvang.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um ölvun við akstur, akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna sem og að vera sviptur ökuréttindum. Laus að lokinni blóðsýnatöku
Lögreglustöð 4 (Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær) sinnti tilkynningu vegna nágrannadeilna.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um ölvun við akstur, akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna sem og að vera sviptur ökuréttindum. Laus að lokinni blóðsýnatöku.