fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. desember 2024 09:32

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm dvöldu síðustu nótt ársins í fangaklefa, en alls eru 45 mál bókuð í kerfum lögreglu eftir næturvaktina.

Tilkynnt var um ungmenni í umdæmi lögreglunnar í miðbæ, austurbæ, vesturbæ og Seltjarnarnesi, sem voru að trufla umferð með því að kasta snjóboltum í bifreiðar. Þessi háskaleikur þeirra var til þess að ökumenn kvörtuðu og kváðust næstum missa stjórn á bifreiðum sínum.

Tilkynnt um þjófnað á vegabréfi og kveikjuláslyklum. Málið til rannsóknar

Einum óvelkomnum aðila vísað út af mathöll þar sem sá var til ama og að áreita gesti.

Lögreglustöð 2 (Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes) fékk tilkynningu um ungmenni sem voru að kasta flugeldum upp á svalir fjölbýlishúss. Rætt var við ungmennin sem og foreldra og þeim leiðbeint um rétta meðhöndlun flugelda og elds.

Tilkynnt um samkvæmishávaða. Húsráðanda gert að lækka sem hann varð við.

Lögreglustöð 3 (Kópavogur- Breiðholt) fékk tilkynningu um hóp ungmenna að valda ursla í verslunarmiðstöð. Lögregla gaf sig á tal við ungmennin og ræddi við þau og gaf þeim sem vildu endurskinsmerki. Engar kröfur af hálfu tilkynnanda.

Tilkynnt um slagsmál milli hóp manna. Engan að sjá er lögregla kom á vettvang.

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um ölvun við akstur, akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna sem og að vera sviptur ökuréttindum. Laus að lokinni blóðsýnatöku

Lögreglustöð 4 (Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær) sinnti tilkynningu vegna nágrannadeilna.  

Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um ölvun við akstur, akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna sem og að vera sviptur ökuréttindum. Laus að lokinni blóðsýnatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband