fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Óhugnaður í Vogum – Fjölskylduhundi byrlað rottueitur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. desember 2024 10:00

Hundurinn Astro. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu dó blíður og mannelskur fjölskylduhundur í Vogum, Astro. Hann var átta ára gamall. Banamein Astros var eitrun en honum hafði verið byrlað rottueitur.

„Já, það kom skýrt fram í blóðinu, rauðu blóðkornin fóru niður og hvítu upp. Dýralæknirinn útskýrði fyrir mér að þetta er rottueitur,“ segir Sandra Rozycka, eigandi Astros.

Astro var labrador, blandaður við border-collie. Hann var elskaður fjölskylduhundur og segist Sandra ekki vita til þess að neinum hafi verið í nöp við hann. En einhver hefur samt eitrað fyrir honum. Hefur Sandra einhvern grunaðan?

„Það var nágrannakona alltaf að gefa honum súkkulaðirúsínur. Ég sagði við hana að hann mætti ekki fá rúsínur og súkkulaði og hún hætti því um tíma eftir það.“ – Sandra segist ekki vera að ásaka nágrannakonuna um þetta en hún kemur helst upp í hugann þegar leitað er að afskiptum ókunnugra af hundinum.

Sandra bendir jafnframt á að fjölmargir heimiliskettir hafi horfið í Vogum undanfarinn mánuð, óvenjumargir. „Svo hafði kona samband við mig og sagði mér frá því að hún hafi átt kettling sem fékk allt í einu hjartaáfall í höndunum á henni. Okkur grunar að hann hafi líka orðið fyrir eitrun.“

Rottueitur er stórhættulegt hundum og köttum og getur dregið dýrin til dauða. Það er grafalvarlegt athæfi að úða eitrinu á víðavangi eða húslóðum. Sandra bendir á að kettir gangi iðulega lausir og þeir geti dreift eitrinu með hárum.

Aðspurð segist hún hafa tilkynnt málið til lögreglu með tölvupósti en ekki lagt fram formlega kæru. „Ég hef engar sannanir um hver var að verki svo ég veit ekki hvort lögreglan vill rannsaka þetta.“

Hún er þó með gögn í höndum um hvað dró hennar hund til dauða og stefnir á að hringja í lögregluna í dag. Hún hvetur jafnframt gæludýraeigendur í Vogum til að vera á varðbergi. Hér er hugsanlega einhver að verki sem ber illan hug til dýranna, svo einkennilegt sem það er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals
Fréttir
Í gær

Stjórnarmaður í Eflingu kallar eigendur og viðskiptavini veitingahúsa sníkjudýr

Stjórnarmaður í Eflingu kallar eigendur og viðskiptavini veitingahúsa sníkjudýr
Fréttir
Í gær

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Jimmy Carter látinn