fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

NATÓ eykur viðbúnað sinn í Eystrasalti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. desember 2024 08:00

Kanadískir hermenn á æfingu Nató í Litáen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NATÓ hefur ákveðið að auka viðbúnað sinn í Eystrasalti í kjölfar þess að neðansjávarstrengir, bæði rafmagns og Internet, fóru í sundur á milli Eistlands og Finnlands. Er talið öruggt að um skemmdarverk hafi verið að ræða og beinast grunsemdirnar að Rússum.

Finnar tóku rússneska olíuflutningaskipið Eagle S í sína vörslu í kjölfar skemmdarverkanna en grunur leikur á að skipið hafi komið við sögu þegar strengirnir skemmdust.

Eagle S tilheyrir skuggaflotta Rússa en hann samanstendur af gömlum olíuflutningaskipum sem eru notuð til að flytja olíu og um leið komast hjá refsiaðgerðum Vesturlanda.

Í gærkvöldi skýrði finnska lögreglan frá því að hún hafi fundið margra kílómetra slóð á hafsbotni, slóð sem gæti verið eftir akkeri eða annað sem hafi verið notað til að skemma neðansjávarstrengina.

Sky News segir að í kjölfar málsins hafi Eistar gripið til aðgerða til að tryggja öryggi neðansjávarrafmagnsstrengsins Estlink 1. Margus Tsakhna, utanríkisráðherra landsins, sagði að Eistar muni bregðast við ógnum sem steðja að mikilvægum innviðum þeirra neðansjávar. Hann sagði einnig að atburðir af þessu tagi séu orðnir svo tíðir að erfitt sé að trúa að um óhöpp sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals
Fréttir
Í gær

Stjórnarmaður í Eflingu kallar eigendur og viðskiptavini veitingahúsa sníkjudýr

Stjórnarmaður í Eflingu kallar eigendur og viðskiptavini veitingahúsa sníkjudýr
Fréttir
Í gær

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Jimmy Carter látinn