Finnar tóku rússneska olíuflutningaskipið Eagle S í sína vörslu í kjölfar skemmdarverkanna en grunur leikur á að skipið hafi komið við sögu þegar strengirnir skemmdust.
Eagle S tilheyrir skuggaflotta Rússa en hann samanstendur af gömlum olíuflutningaskipum sem eru notuð til að flytja olíu og um leið komast hjá refsiaðgerðum Vesturlanda.
Í gærkvöldi skýrði finnska lögreglan frá því að hún hafi fundið margra kílómetra slóð á hafsbotni, slóð sem gæti verið eftir akkeri eða annað sem hafi verið notað til að skemma neðansjávarstrengina.
Sky News segir að í kjölfar málsins hafi Eistar gripið til aðgerða til að tryggja öryggi neðansjávarrafmagnsstrengsins Estlink 1. Margus Tsakhna, utanríkisráðherra landsins, sagði að Eistar muni bregðast við ógnum sem steðja að mikilvægum innviðum þeirra neðansjávar. Hann sagði einnig að atburðir af þessu tagi séu orðnir svo tíðir að erfitt sé að trúa að um óhöpp sé að ræða.