fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

NATÓ eykur viðbúnað sinn í Eystrasalti

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. desember 2024 08:00

Kanadískir hermenn á æfingu Nató í Litáen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NATÓ hefur ákveðið að auka viðbúnað sinn í Eystrasalti í kjölfar þess að neðansjávarstrengir, bæði rafmagns og Internet, fóru í sundur á milli Eistlands og Finnlands. Er talið öruggt að um skemmdarverk hafi verið að ræða og beinast grunsemdirnar að Rússum.

Finnar tóku rússneska olíuflutningaskipið Eagle S í sína vörslu í kjölfar skemmdarverkanna en grunur leikur á að skipið hafi komið við sögu þegar strengirnir skemmdust.

Eagle S tilheyrir skuggaflotta Rússa en hann samanstendur af gömlum olíuflutningaskipum sem eru notuð til að flytja olíu og um leið komast hjá refsiaðgerðum Vesturlanda.

Í gærkvöldi skýrði finnska lögreglan frá því að hún hafi fundið margra kílómetra slóð á hafsbotni, slóð sem gæti verið eftir akkeri eða annað sem hafi verið notað til að skemma neðansjávarstrengina.

Sky News segir að í kjölfar málsins hafi Eistar gripið til aðgerða til að tryggja öryggi neðansjávarrafmagnsstrengsins Estlink 1. Margus Tsakhna, utanríkisráðherra landsins, sagði að Eistar muni bregðast við ógnum sem steðja að mikilvægum innviðum þeirra neðansjávar. Hann sagði einnig að atburðir af þessu tagi séu orðnir svo tíðir að erfitt sé að trúa að um óhöpp sé að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinar ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Steinar ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta