fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Lögregla fann gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. desember 2024 11:30

MDMA-kristallar. - Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír karlmann hafa setið í gæsluvarðhaldi stóran hluta af haustinu vegna stórfellds fíkniefnabrots. Málið er rakið til þess að lögreglan fann gífurlegt magn af MDMA-kristöllum í skrifstofuhúsnæði í Reykjavík í lok september, alls tæplega 3 kg.

Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem viðriðnir eru málið hefur nú verið framlengt til 20. janúar. Gæsluvarðhaldsúrskurðirnir voru birtir á vef Landsréttar í morgun.

Fíkniefnin voru falin í lofti skrifstofuhúsnæðis og skipti lögregla efnunum út fyrir gerviefni. Lögregla kom einnig fyrir upptökubúnaði til að fylgjast með efnunum. Að kvöldi 2. október sást á myndbandsupptöku að hinir þrír kærðu í málinu sóttu fíkniefnin og óku á brott með þau. Lögregla stöðvaði för bílsins og gerði upptæk tæp 3 kg af MDMA kristöllum og 1781 stykki af MDMA töflum.

Gerð var húsleit hjá mönnunum og á heimili eins þeirra fannst umtalsvert magn fíkniefna.

Ákæra hefur nú verið gefin út á hendur mönnunum fyrir stórfellt fíkniefnabrot en þeir verða í gæsluvarðhaldi, sem fyrr segir, til 20. janúar, hið minnsta.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“