fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Aldraður lögfræðingur gagnrýnir Snorra – „Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. desember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Sigurgeirsson, sem titlar sig aldraðan lögfræðing, hefur svarað umdeildri grein sem Snorri Másson, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins, birti skömmu fyrir jól.

Sjá einnig: Snorri gagnrýnir Samtökin  ’78:„Þrátt fyr­ir það sæt­ir maður­inn nú saka­mál­a­rann­sókn“

Í grein sinni gagnrýndi Snorri kæru Samtakanna 78 á hendi Eldi S. Kristinssyni fyrir hatursorðræðu, en Eldur er þekktur fyrir umdeildar skoðanir um málefni trans fólks. Í grein sinni gagnrýndi Snorri að samtök sem þiggja fjármagn frá ríkinu skuli lögsækja frambjóðanda (Eldur var í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn fyrir síðustu kosningar) fyrir að aðhyllast aðra hugmyndafræði en þau. Sagði Snorri að ef félagasamtök, sem reiða sig alfarið á ríkisvaldið og séu þar með í vissum skilningi orðin hluti þess, gerist stórtæk í ritskoðun á samfélagsmiðlum séum við komin út á hálan ís.

„Sama hvort mönn­um lík­ar það bet­ur eða verr hef­ur fólk rétt til þess að tjá sig um grund­vall­arþætti í heims­mynd sinni, eins og að karl­ar geti ekki fætt börn. Þar á fólk ekki að venj­ast því að hinn eða þessi arm­ur rík­is­valds­ins sigi á það lög­reglu fyr­ir skoðun, sem hef­ur vel að merkja ekki verið um­deild þar til á allra síðustu árum.”

Snorri undirstrikaði mikilvægi tjáningarfrelsisins en benti á að í nútímanum væru fólgnar ísmeygilegar leiðir til að grafa undan því:

„Í því ljósi þarf greini­lega að árétta að sann­leik­ur­inn verður ekki til hjá rík­is­vald­inu og það er ekki hlut­verk þess að fram­fylgja hon­um. Það er síðan ann­ar mis­skiln­ing­ur að stuðlað verði að fé­lags­leg­um fram­förum með því að neyða fólk með lög­reglu­valdi til að samþykkja hug­mynd­ir sem mis­bjóða skyn­semi þess og lífs­sýn. Slíkt kerfi hef­ur aldrei gefið góða raun.“

Óheimilt að ganga á rétt annarra

Jón Sigurgeirsson birtir andmælagrein gegn Snorra í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að Snorri haldi því fram að málfrelsi feli í sér rétt til ofbeldis. Hann segir síðan:

„Nei, Snorri. Frelsið tak­mark­ast við það að óheim­ilt er að ganga á rétt annarra til frels­is. Ég hef ekki heim­ild til að kalla þig ónefn­um svo sem vænd­issala af því ég hef ekk­ert sem einu sinni gef­ur til­efni til þess, hvað þá held­ur sann­an­ir.“

Segir Jón að það sé kjarninn í vestrænum frelsishugmyndum að fólk megi skilgreina sig sjálft og það sé aumingjaskapur að ráðast á minnimáttar:

„Ein­stak­ling­ur með leg sem upp­lif­ir sig sem eitt­hvað annað en konu hef­ur rétt á að vera það meðan viðkom­andi geng­ur ekki á rétt annarra. Það er kjarn­inn í vest­ræn­um frels­is­hug­mynd­um. Frelsið er ekki ein­göngu fyr­ir menn sem falla að reglu­stiku meðal­mennsk­unn­ar held­ur einnig hina sem skera sig úr.

Ég hef alltaf talið þá aum­ingja sem ráðast á minni mátt­ar. Jaðar­sett­ir hóp­ar eru minni­mátt­ar og rétt að veita þeim aðhald sem á þá ráðast.

Það er ekki skoðun að halda því fram að ein­stak­ling­ur með leg geti ekki talið sig vera annað en kona. Það er ekki held­ur staðreynd því viðkom­andi þekk­ir ekki hvernig til­finn­ing­in – fyr­ir hvers kyns viðkom­andi er – mót­ast. Hún er ekki lærð. Hún breyt­ist ekki vegna árása öfga­manna sem hafa enga ástæðu fyr­ir full­yrðing­um sín­um aðra en of­beld­is­hneigð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare

Íslenski fjárhundurinn loksins kominn í hóp hinna útvöldu hálfu árþúsundi eftir orð Shakespeare
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals

Kaupandi notaðrar bifreiðar tapaði vegna örlagaríks símtals
Fréttir
Í gær

Stjórnarmaður í Eflingu kallar eigendur og viðskiptavini veitingahúsa sníkjudýr

Stjórnarmaður í Eflingu kallar eigendur og viðskiptavini veitingahúsa sníkjudýr
Fréttir
Í gær

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Jimmy Carter látinn