fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. desember 2024 15:03

Dominos Skeifunni. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðið á þriðjudagstilboði Domino´s á Íslandi hækkaði í dag í 1.500 krónur úr 1.300 krónum.

Þetta er fjórða verðhækkun á þriðjudagstilboðinu frá því í október 2021 en þá vakti það þjóðarathygli þegar verð tilboðsins hækkaði úr 1.000 krónum og upp í 1.100 krónur. Verðið á tilboðinu hafði þá verið óbreytt í ellefu ár.

„Þriðjudagstilboð hefur ekki fylgt verðlagi en myndi kosta 1800kr í dag ef svo væri. Á sama tíma hefur kostnaður stóraukist og ekki síst síðustu ár. Þrátt fyrir að verðbólga mælist nú lægri en oft áður, höfum við fengið miklar hækkanir á kostnaðarliðum og fram undan eru enn frekari hækkanir. Þar má nefna launahækkanir og hækkanir frá birgjum, t.d. á osti frá 1. des. 

Er það von okkar að unnt verði að halda verðinu óbreyttu sem lengst enda höfum við í 30 ár kappkostað að bjóða hagstætt verð á öllum okkar vörum. Þrátt fyrir hækkunina nú er tilboðið enn einstaklega gott og leitun að tilboði sem gefur heimilum landsins meira fyrir peninginn,“

segir Magnús Hafliðason forstjóri Domino´s í skriflegu svari til DV.

Hækkunin á tilboðinu hefur þegar vakið athygli og meðal annars nokkra umræðu í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Inga lýsir ástæðu þess að hún stofnaði Flokk fólksins – „Ég varð gjörsamlega miður mín“

Inga lýsir ástæðu þess að hún stofnaði Flokk fólksins – „Ég varð gjörsamlega miður mín“
Fréttir
Í gær

Friðrik Ómar tapaði hundruðum þúsunda með augnabliksóvarkárni – „Passið ykkur“

Friðrik Ómar tapaði hundruðum þúsunda með augnabliksóvarkárni – „Passið ykkur“
Fréttir
Í gær

Segja tálbeituaðgerðina gegn Gunnari hafa heppnast vel

Segja tálbeituaðgerðina gegn Gunnari hafa heppnast vel