fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2024 14:17

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeol, hefur óvænt lýst yfir herlögum. Hann sakar stærsta stjórnarandstöðuflokk landsins um að vera vilhallur Norður-Kóreu og hafa gerst sekur um aðgerðir gegn hagsmunum ríkisins.

Herlögin væru til að vernda frjálslynda Suður-Kóreu frá herliði kommúnistanna í Norður-Kóreu og til að koma í veg fyrir aðför að ríkisvaldinu.

Forsetinn segir að hann ætli að endurbyggja frjálst lýðræðissamfélag með herlögunum. Al Jazeera greinir frá því að síðan Yoon tók við embætti árið 2022 hafi hann átt erfitt með að koma stefnumálum sínum í gegn þar sem stjórnarandstaðan er með meirihluta á þinginu. Forsetinn segir nú að stjórnarandstaðan haldi ríkisstjórninni í gíslingu með því að beita sér gegn fjárveitingum í nauðsynleg verkefni, svo sem baráttuna gegn fíkniefnum og til að efla löggæslu. Hann segir að stjórnarandstaðan geri þetta Norður-Kóreu til hagsbóta.

Flokkur Yoon, People Power Party, hefur undanfarið tekist á við stjórnarandstöðuna, Demókrataflokkinn, yfir fjárlögum næsta árs. Eins hefur stjórnarandstaðan kallað eftir því að hlutlausir aðilar verði fengnir til að rannsaka ýmsa skandala sem hafa komið upp í stjórnartíð Yoon, sem varða meðal annars eiginkonu hans og aðila í æðstu embættum ríkisins. Demókrataflokkurinn hefur nú, að sögn AP fréttastofunnar, boðað til neyðarfundar vegna yfirlýsingar forsetans.

BBC greindi frá því rétt í þessu að Demókrataflokkurinn telur að herlögin brjóti gegn stjórnarskrá landsins og að hann muni beita sér gegn því að lögin taki gildi. Það sem á óvart kemur er að formaður People Power Party, flokks forsetans, hefur líka lýst herlögin ólögmæt og heitið því að beita sér gegn þeim.

Heimildir: CNN, Al Jazeera, AP News, BBC

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“

Svona verður veðrið í dag: „Líklega versta veður ársins“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“

Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: „Ofboðslega blóðugur manneskjur, mikil öskur, angist og skothríðin svakaleg“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fréttir
Í gær

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn

Teymi sérfræðinga segir að hryllilegt réttarmorð hafi verið framið á Lucy Letby – Sögð saklaus af því að hafa myrt sjö ungabörn
Fréttir
Í gær

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“

Svona margir stela í sjálfsafgreiðslukössum – „Búa til tækifæri fyrir fólk sem myndi annars ekki hugsa um að stela“
Fréttir
Í gær

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“
Fréttir
Í gær

Karl Ágúst leitar að handriti að kvikmynd sem skyndilega er horfið

Karl Ágúst leitar að handriti að kvikmynd sem skyndilega er horfið