fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Dagur svekktur og játar sig sigraðan: „Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur Hjartarson rithöfundur fær engin listamannalaun í ár en frá þessu greinir höfundurinn á Facebook-síðu sinni. Dagur hefur fengið listamannalaun síðustu sjö ár, í níu mánuði annars vegar og sex mánuði hins vegar, á ári.

„Þetta hefur gert mér kleift að sinna skrifum samhliða því að ala upp tvö lítil börn og borga af húsnæðisláni. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Í gær fékk ég hins vegar höfnun frá sjóðnum,“ segir Dagur í færslunni og bætir við að honum hafi fundist umsóknin vönduð og sterk og henni hafi fylgt ítarleg greinargerð og tvö fylgiskjöl, sýnishorn upp á samtals 68 blaðsíður.

„Síðasta skáldsaga mín fékk tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, ég hef alltaf staðið skil á mínu. En hér verð ég að játa mig sigraðan: Ég skil ekki hvernig þetta kerfi virkar, hvernig það er hugsað. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast skáldsins er bent á skáldsöguna Sporðdreka, sem var tíunda bók höfundar,“ segir Dagur.

Dagur hefur í gegnum tíðina fengið mikið lof fyrir verk sín, bæði frá lesendum og gagnrýnendum, en sem fyrr segir fékk hann tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Var það fyrir bókina Ljósagangur sem kom út árið 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök