fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Skuggahliðar Home Alone-stjörnu

Fókus
Sunnudaginn 29. desember 2024 16:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Home Alone-myndirnar eru enn þann dag í dag í hópi vinsælustu jólamynd veraldarinnar og fjölmargir hafa það fyrir hefð að horfa á myndirnar yfir hátíðarinnar. Það er því óhætt að fullyrða að leikarar myndarinnar eigi sér sérstakan stað í hjörtum marga jóla- og kvikmyndaáhugamanna.

Eins og alþjóð veit hefur aðalstjarna myndarinnar, Macaulay Culkin, glímt við ýmis neyslutengd vandamál eftir að barnastjarna hans dofnaði. Þau vandamál komast þó ekki í hálfkvisti við líf leikarans Devin Ratray sem lék Buzz McCallister, eldri bróður aðalsöguhetjunnar, lystilega vel.

McCallister-fjölskyldan vinsæla

Retray hefur leikið í tæplega sjötíu verkefnum, sjónvarpsþáttum sem og kvikmyndum, á ferlinum þótt að ekkert þeirra komist í hálfkvisti við Home Alone-stórmyndirnar.

Leikarinn hefur hins vegar skuggalegan feril utan hvíta tjaldsins. Árið 2017 var hann kærður af vinkonu sinni til 15 ára, Lisu Smith, fyrir nauðgun sem átti að hafa átt sér stað í New York. Málið var hins vegar aldrei rannsakað fyllilega og að endingu fellt niður, eitthvað sem Smith var afar óhress með og vakti athygli á í fjölmiðlum.

Fjórum árum síðar var Retray síðan handtekinn vegna gruns um að hafa beitt þáverandi kærustu sína ofbeldi. Í febrúar 2024 lauk málinu með því að Retray játaði sök í tveimur ákæruliðum og hlaut skilorðsbundinn dóm að launum auk nálgunarbanns gegn fyrrverandi kærustunni og kröfu um að hann myndi fara í meðferð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða

Halla Gunnarsdóttir sigraði með 46% atkvæða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“

Tilkynna auglýsingu smálánafyrirtækis um fría Tenerife ferð – „Okkur finnst þetta vera siðlaus markaðssetning“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári
Fréttir
Í gær

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu

Rústaði verkstæðisskemmu og bíl fyrirverandi eiginkonu
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna

Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði og krafin um fjórar milljónir króna