fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fréttir

Biden fullur eftirsjár að hafa hætt við framboðið gegn Trump

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. desember 2024 13:00

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er fullur eftirsjár yfir því að hafa látið undan þrýstingi flokkfélaga sinna í Demókrataflokknum og hætt við framboð sitt til endurkjörs. Þetta er fullyrt í umfjöllun Washington Post um helgina. Biden henti inn hvíta handklæðinu eftir afleitar kappræður gegn Trump síðasta sumar þar sem hann virtist ekki ganga alveg heill til skógar en nú eftir að rykið er að falla til jarðar eftir kosningarnar er Biden, sem er 82 ára gamall, sagður fullviss um að hann hefði getað unnið sigur á Trump í forsetakosningunum. Eins og alþjóð veit hafði varaforseti Biden, Kamala Harris, ekki erindi sem erfiði í þá glímu.

Á móti eru margir Demókratar á því að barátta Harris hafi tapast því að Biden dró lappirnar með að draga framboð sitt tilbaka. Vilja einhverjar raddir innan Demókrataflokksins meina að Biden hafi ýjað að því að hann yrði aðeins forseti í eitt kjörtímabil og myndi síðan afhenda keflið til fulltrúa yngri kynslóða. Það hafi því verið ákveðin svik að hann skyldi íhuga að berjast fyrir endurkjöri.

Ljóst er að Demókratar eru í talsverði krísu eftir sigur Trump og innan flokksins er verið að reyna að finna útskýringar á því hvernig kosningarnar töpuðu. Biden og aðilar nærri honum hafa viðurkennt ýmis mistök sem gerð voru á forsetatíð hans. Meðal annars hafi stjórnunarstíll forsetans verið full gamaldags og þá hafi hann og ríkisstjórn hans mátt standa sig betur í að stappa stálinu í þjóð sína á meðan Covid-faraldurinn gekk yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Í gær

Íslenskir viðskiptavinir NOVIS varaðir við fjárhagslegu tjóni

Íslenskir viðskiptavinir NOVIS varaðir við fjárhagslegu tjóni
Fréttir
Í gær

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“