fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Fréttir

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 28. desember 2024 21:00

Leitarorðin gefa vísbendingu um hvað notendurnir hugsa um. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harley Quinn var sú kvikmynda persóna sem flestir notendur kanadíska klámvefsins Pornhub flettu upp á árinu 2024. Star Wars og Harry Potter rötuðu einnig á listann.

Eins og segir í frétt breska blaðsins The Daily Mail þá birtir Pornhub árlega lista yfir vinsælustu uppflettiorðin. Veitir það innsýn inn í hugarheim notendanna, og þeirra helstu kink.

DC Comis persónan Harley Quinn, sem hefur verið leikin af Margot Robbie og Lady Ga Ga, toppaði listann í ár. Þar á eftir komu Star Wars, Game of Thrones, Avatar geimverur, Harry Potter, Wonder Woman og The Incredibles.

Á listanum mátti einnig sjá persónur á borð við Spider-Man og Shrek.

Daily Mail ræddi við kynlífsfræðinginn Jessica Toscano, sem sagði að þó sumum fyndist það kannski skrýtið eða afbrigðilegt að laðast að teiknimyndafígúrum þá væri það í raun og veru venjulegt og heilbrigt.

„Fantasíur og kink fara saman þar sem kink er í raun það að lifa sínar fantasíur,“ sagði Toscano. „Að kanna sín kink veitir manni meiri innileika og ánægju á öruggum og opnum stað þar sem samþykki er veitt. Könnun kinks getur bætt sambandið við makann svo lengi sem samtal og samþykki sé haft í hávegum.“

Hentai á toppnum

Af öllum leitarorðum var hentai vinsælast. En hentai er japanskt teiknimyndaklám. Hentai var einnig vinsælasta leitarorðið í Bandaríkjunum en undanfarin ár hefur lesbian verið vinsælasta leitarorðið. Það var aðeins í sjötta sæti á listanum.

Vinsælustu kvikmyndapersónurnar. Mynd/Pornhub

„Alls staðar í heiminum sjáum við að fólk er að sýna aukinn áhuga á svona efni, það er tölvuleikjapersónum, japönskum teiknimyndapersónum og þrívíðum teiknimyndapersónum,“ sagði í tilkynningu frá Pornhub, sem er einn vinsælasti klámvefur heims.

Í öðru sæti var latina, sem vísar til kvenna af latneskum uppruna. Það orð var sérstaklega vinsælt í Bandaríkjunum. Í þriðja sæti var milf, sem vísar til mæðra eða kvenna á miðjum aldri. Milf hefur verið ofarlega á listum Pornhub um langt skeið. Í fjórða sæti var asian og í fimmta sæti ebony, sem vísar til svartra.

Mature 50 plus fjórfaldaðist

Ýmis leitarorð voru óvenjulega vinsæl í ár þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra allra efstu. Meðal annars mature 50 plus sem nærri fjórfaldaðist í vinsældum, en það vísar til þeirra sem eru eldri en fimmtugt.

Á meðal leitarorða sem tvöfölduðust eða þrefölduðust í vinsældum má nefna business trip, thick and curvy og sneaky cheating.

Að sögn Pornhub gæti aukning business trip skýrst af því að eftir faraldurinn hefur fólk snúið aftur á vinnustaði sína og þá laðast sumir að samstarfsfólki sínu.

Vinsælasta klámstjarnan á árinu var hin 27 ára gamla Violet Myers. Á eftir henni komu Alex Adams og Lana Rhoades.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú séð Nóru? – 150 þúsund króna fundarlaun

Hefur þú séð Nóru? – 150 þúsund króna fundarlaun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“

Blak borið af dæmdum barnaníðingi í jóladagskrá RÚV – „Ég hugsa til þolendanna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skítakuldi í kortunum fyrir áramótin

Skítakuldi í kortunum fyrir áramótin