Harley Quinn var sú kvikmynda persóna sem flestir notendur kanadíska klámvefsins Pornhub flettu upp á árinu 2024. Star Wars og Harry Potter rötuðu einnig á listann.
Eins og segir í frétt breska blaðsins The Daily Mail þá birtir Pornhub árlega lista yfir vinsælustu uppflettiorðin. Veitir það innsýn inn í hugarheim notendanna, og þeirra helstu kink.
DC Comis persónan Harley Quinn, sem hefur verið leikin af Margot Robbie og Lady Ga Ga, toppaði listann í ár. Þar á eftir komu Star Wars, Game of Thrones, Avatar geimverur, Harry Potter, Wonder Woman og The Incredibles.
Á listanum mátti einnig sjá persónur á borð við Spider-Man og Shrek.
Daily Mail ræddi við kynlífsfræðinginn Jessica Toscano, sem sagði að þó sumum fyndist það kannski skrýtið eða afbrigðilegt að laðast að teiknimyndafígúrum þá væri það í raun og veru venjulegt og heilbrigt.
„Fantasíur og kink fara saman þar sem kink er í raun það að lifa sínar fantasíur,“ sagði Toscano. „Að kanna sín kink veitir manni meiri innileika og ánægju á öruggum og opnum stað þar sem samþykki er veitt. Könnun kinks getur bætt sambandið við makann svo lengi sem samtal og samþykki sé haft í hávegum.“
Af öllum leitarorðum var hentai vinsælast. En hentai er japanskt teiknimyndaklám. Hentai var einnig vinsælasta leitarorðið í Bandaríkjunum en undanfarin ár hefur lesbian verið vinsælasta leitarorðið. Það var aðeins í sjötta sæti á listanum.
„Alls staðar í heiminum sjáum við að fólk er að sýna aukinn áhuga á svona efni, það er tölvuleikjapersónum, japönskum teiknimyndapersónum og þrívíðum teiknimyndapersónum,“ sagði í tilkynningu frá Pornhub, sem er einn vinsælasti klámvefur heims.
Í öðru sæti var latina, sem vísar til kvenna af latneskum uppruna. Það orð var sérstaklega vinsælt í Bandaríkjunum. Í þriðja sæti var milf, sem vísar til mæðra eða kvenna á miðjum aldri. Milf hefur verið ofarlega á listum Pornhub um langt skeið. Í fjórða sæti var asian og í fimmta sæti ebony, sem vísar til svartra.
Ýmis leitarorð voru óvenjulega vinsæl í ár þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra allra efstu. Meðal annars mature 50 plus sem nærri fjórfaldaðist í vinsældum, en það vísar til þeirra sem eru eldri en fimmtugt.
Á meðal leitarorða sem tvöfölduðust eða þrefölduðust í vinsældum má nefna business trip, thick and curvy og sneaky cheating.
Að sögn Pornhub gæti aukning business trip skýrst af því að eftir faraldurinn hefur fólk snúið aftur á vinnustaði sína og þá laðast sumir að samstarfsfólki sínu.
Vinsælasta klámstjarnan á árinu var hin 27 ára gamla Violet Myers. Á eftir henni komu Alex Adams og Lana Rhoades.