fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Fréttir

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. desember 2024 13:30

Frá Vestmannaeyjum. Mynd: Óskar Friðriksson. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðnum Slippnum í Vestmannaeyjum verður lokað fyrir fullt og allt næsta haust. Staðurinn hefur notið mikilla vinsælda bæði meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna en hann hefur eingöngu verið opinn á sumrin frá stofnun. Hefur staðurinn hlotið lof fyrir mikil gæði matarins sem boðið hefur verið upp á en lögð hefur verið áhersla á að nýta hráefni úr Eyjum.

Það er Gísli Matthíasson yfirmatreiðslumaður Slippsins sem tilkynnir um þetta á Facebook síðu sinni:

„Næsta sumar verður síðasta tímabil SLIPPSINS. Við trúum því að allt gott taki einhvertíman enda. Við værum ótrúlega þakklát ef þið gætuð skrifað eitthvað fallegt og hjálpað okkur að deila þessu útum allt. Okkur hlakkar gríðarlega til að taka á móti öllum næsta sumar,“ segir Gísli og bætir því við að búið sé að opna fyrir bókanir á borðum á heimasíðu staðarins, slippurinn.com

Fjölskylda

Á síðunni er greint frá því að Slippurinn sé fjölskyldufyrirtæki en foreldrar Gísla og systkini hafa einnig komið að rekstrinum, hvert með sínum hætti. Um þær hugmyndir og sýn sem býr að baki staðnum segir enn fremur:

„Við erum öll frá eyjunni Heimaey. Við elskum eyjuna og eyjarnar í kring, samfélagið, okkar smábirgja og hrávörur í nærumhverfi. Við vinnum með smáframleiðendum, sjómönnum og bændum. Tínum villtar jurtir og sjávargrös og ræktum það sem er erfitt að fá annarsstaðar. 

Matargerðin okkar er bæði mjög staðbundin og árstíðarbundin og matseðillinn breytist viku frá viku frekar en á nokkra mánaða fresti eftir hráefnum sem hægt er að fá hverju sinni. Við tvinnum saman gömlum hefðum við nýjar ferskar aðferðir og viljum gera hversdagslegum íslenskum hráefnum hátt undir höfði.

Við óskum að gestir okkar skynji ástríðu að baki því að búa til veitingastað af þessari gerð, stað sem við viljum að bæjarbúar geti verið stoltir af.“

Grunngildi

Staðurinn var stofnaður árið 2012 og Gísli segir í myndbandi sem fylgir færslunni að fjölskyldan sé mjög stolt af því að tekist hafi að halda í þessi grunngildi allan tímann:

„Þó það sé engin stórfrétt að veitingastaður opni eða loki þá hefur Slippurinn mótað einhvern veginn líf okkar og hugsjón og við höfum lært endalaust af því að reka Slippinn í öll þessi ár.“

Hann segir að lokum að fjölskyldan ætli sér að hafa þetta síðasta tímabil Slippsins það besta í sögu hans.

Í athugasemdum við tilkynningu Gísla lýsa margir yfir því að eftisjá verði af staðnum og sumir einfaldlega segja að þessa ákvörðun verði helst að endurskoða:

„Ekki fara!“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna