fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 28. desember 2024 12:30

Hin dullarfulla heimsókn átti sér að sögn stað í nágrenni Hellu í Rangárþingi ytra. Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á-listinn, sem situr í meirihluta í Rangárþingi ytra, gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum, þar sem heilbrigðisþjónusta í Rangárvallasýslu var sögð óásættanleg. Enginn læknir sé á vakt í sýslunni um hátíðirnar.

„Það er óásættanlegt að yfir hátíðirnar sé enginn læknir á vakt í sýslunni,“ segir í yfirlýsingu Á-listans. „Þessi staða, sem hefur því miður verið viðvarandi víða á landsbyggðinni, er skýr áminning um að heilbrigðiskerfið okkar stendur ekki undir grunnþörfum íbúa í dreifðum byggðum.“

Læknaskortur hefur verið í sýslunni. Sveitarfélagið birti nýlega auglýsingu Heilbrigðisstofnun Suðurlands um stöðu yfirlæknis á heilsugæsluna í Rangárþingi. Stöðvar eru á Hellu, í Rangarþingi ytra, og Hvolsvelli, í Rangárþingi eystra.

„Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um að efla heilsugæslu á landsbyggðinni hefur lítið sem ekkert breyst,“ segir í yfirlýsingunni. „Við krefjumst tafarlausra aðgerða til að tryggja aðgengilega og örugga heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð búsetu. Það er ekki hægt að sætta sig við að íbúar í Rangárvallasýslu búi við ótryggt aðgengi að læknum, sérstaklega þegar veður og aðstæður gera ferðalög erfið eða ómöguleg.“

Leggi Á-listinn áherslu á öfluga grunnþjónustu fyrir alla íbúa Rangárþings ytra og vilji standa vörð um rétt íbúa til heilbrigðisþjónustu sem standist nútímakröfur.

„Við skorum á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslu á landsbyggðinni án tafar,“ segir að lokum. „Öryggi og heilsa landsmanna á að vera forgangsmál!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“