fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í stað þess að styðja við þessa end­ur­komu hans á vinnu­markaðinn, var hon­um refsað fyr­ir að taka of stór skref,“ segir Hákon Skúlason, framkvæmdastjóri Símstöðvarinnar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar gagnrýnir hann ríkjandi fyrirkomulag hér á landi varðandi þá sem koma í starfsendurhæfingu, en fyrirtæki hans hefur átt í góðu samstarfi við VIRK starfsendurhæfingarsjóð um að opna leið fyrir skjólstæðinga þeirra inn á vinnumarkaðinn.

Í grein sinni bendir Hákon á að töluvert af nýju starfsfólki hafi komið til fyrirtækisins í gegnum þetta samstarf, enda sé boðið upp á hlutastarf með sveigjanlegum vinnutíma eftir þörfum hvers og eins.

Stóð sig vel en þurfti að hætta

„Þrátt fyr­ir ár­ang­ur­inn hafa komið upp áskor­an­ir. Sem dæmi til­kynnti starfsmaður hjá mér fyrr á ár­inu að hann þyrfti að segja upp störf­um. Hann hafði staðið sig ein­stak­lega vel í starfi, var vel liðinn af sam­starfs­fólki og sýndi mik­inn áhuga á vinnu. Þegar ég spurði hvort eitt­hvað í starf­inu eða launa­kjör­in væri ástæða upp­sagn­ar­inn­ar, þá út­skýrði hann að þetta væri al­gjör­lega óháð vinnustaðnum. Hann sagði ein­fald­lega: „Ég hef lent í skerðingu bóta og má ekki vinna svona mikið.“

Hákon segir að umræddur starfsmaður hafi verið nýkominn aftur á vinnumarkaðinn eftir langa fjarveru vegna veikinda.

„Hann byrjaði var­lega og byggði smám sam­an upp starfs­orku sína. Hins veg­ar fór hann yfir frí­tekju­markið sem bæt­ur hans leyfðu og þurfti þess vegna að end­ur­greiða hluta þeirra. Þetta reynd­ist hon­um mikið áfall, þar sem hann hafði lagt hart að sér við að byggja upp starfs­getu á ný. Kerfið sýndi hins veg­ar eng­an skiln­ing á þeirri framþróun sem hann hafði náð. Í stað þess að styðja við þessa end­ur­komu hans á vinnu­markaðinn, var hon­um refsað fyr­ir að taka of stór skref,“ segir hann.

Kerfið ætti að styðja frekar en refsa

Hákon segir í grein sinni að þetta sé því miður ekki eina dæmið og fleiri tilvik komið upp þar sem starfsfólk hefur þurft að fylgjast vel með vinnutímanum og tekjum í hverjum mánuði til að forðast endurgreiðslur.

„Starf­send­ur­hæf­ing er ómet­an­leg­ur þátt­ur í því að hjálpa ein­stak­ling­um að kom­ast aft­ur til vinnu. Hún er hluti af flóknu og jafn­vel löngu ferli þar sem marg­ir aðilar vinna sam­an að því að veita fólki stuðning og tæki­færi. Þegar ein­stak­ling­ar ná loks að snúa aft­ur inn á vinnu­markaðinn, ætti kerfið að styðja við þá veg­ferð – ekki refsa þeim fyr­ir fram­far­ir.“

Er það mat Hákonar að skapa þurfi hvata til atvinnuþátttöku án þess að hætta á skerðingu bóta komi í veg fyrir að fólk reyni að taka þátt í sam­fé­lag­inu á ný.

„Á móti þarf einnig að tryggja að op­in­bert fé sé vel nýtt og að girða fyr­ir mis­notk­un. Rétt­mætt væri að setja tekjuþak á skerðing­ar­laus­ar bæt­ur, þannig að úrræðið nýt­ist best þeim sem raun­veru­lega þurfa á því að halda. Til dæm­is mætti setja þakið miðað við meðallaun í viðkom­andi starfs­stétt, þar sem bæt­ur myndu byrja að skerðast ef tekj­ur fara yfir það mark,“ segir hann og nefnir einnig að starf­send­ur­hæf­ing­ar­stöðvar gætu gegnt lyk­il­hlut­verki í ferl­inu við að meta hvort viðkom­andi eigi rétt á starf­send­ur­hæf­ingu og þróa ein­stak­lings­miðaðar áætlan­ir sem taka mið af þörf­um, getu og mark­miðum hvers og eins.

Starf­send­ur­hæf­ing er lyk­ill­inn að því að hjálpa fólki að ná sjálf­stæði og taka virk­an þátt í sam­fé­lag­inu. Það er nauðsyn­legt að tryggja að kerfið vinni með fólki, ekki gegn því, og að það sé sveigj­an­legt og rétt­látt fyr­ir alla sem á því þurfa að halda. Þegar kerfið styður við ein­stak­linga á viðkvæm­um tíma­mót­um, eykst ekki aðeins vel­gengni þeirra held­ur græðir sam­fé­lagið allt um leið,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Í gær

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar
Fréttir
Í gær

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi

Beygja sig fyrir kröfum Trump og afhenda óklippt viðtal – Sagt ógna fjölmiðlafrelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“