fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Reyndi að skila bók á bókasafnið hálfri öld of seint – Safnar nú fyrir „sektinni“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 27. desember 2024 21:00

Chuck með bókina. Mynd/Gofundme

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur maður að nafni Chuck Hildebrandt átti að skila bók á bókasafnið í hverfinu sínu fyrir 50 árum. Það gleymdist þangað til í ár þegar Chuck reyndi að skila henni en bókasafnið vildi þá ekki taka við henni.

Chuck Hindebrandt er 63 ára í dag. Fyrir 50 árum síðan, þegar hann var 13 ára gamall, fór hann á bókasafnið í heimabæ sínum Warren í Michigan fylki, skammt frá borginni Detroit, og tók út bókina „Baseball´s Zaniest Stars“, sem fjallaði um rugluðustu stjörnur hafnaboltans. Chuck hafði og hefur enn mikinn áhuga á íþróttinni.

Skömmu seinna flutti fjölskylda hans og þá endaði bókin ofan í kassa með bókunum sem hann átti sjálfur.

„Þegar þú ert að flytja með fullt af bókum þá ertu ekki endilega að skoða hverja einustu. Þú setur þær í kassann og ferð,“ segir Chuck í viðtali við fréttastofuna AP.

„Hvað er þetta?“

Síðan þá hefur Chuck búið víðs vegar um Bandaríkin en nú er hann búsettur í Chicago í Illinois fylki.

„Fyrir fimm eða sex árum síðan var ég að fara í gegnum bækur í bókahillunni minni þegar ég sá að þessi bók var með Dewey flokkunarnúmeri úr bókasafni. Hvað er þetta?“ hugsaði hann.

Inni í bókinni fann hann miða þar sem á stóð að bókin tilheyrði bókasafninu í Warren og að skila ætti henni þann 4. desember árið 1974. Þá ákvað hann að geyma bókina í nokkur ár til viðbótar og skila henni 4. desember 2024, á 50 ára „afmælinu.“ Taldi hann að bókasafnið myndi kannski geta nýtt sér athyglina.

Allt fyrirgefið

En þegar Chuck mætti til Warren núna í desember með bókina vildi bókasafnsstýran Oksana Urban ekki taka við henni. Chuck mátti eiga hana, og þurfti ekki að borga neina sekt.

„Sumt fólk kemur aldrei til að mæta örlögum sínum,“ sagði Oksana við staðarblaðið Detroit Free Press. „En í hans tilfelli var engum örlögum að mæta því að það var búið að eyða bæði nafninu hans og bókinni út úr kerfinu okkar.“

Safnar fyrir góðgerðasamtök

Sneri Chuck því aftur heim til Chicago með hafnaboltabókina sem hann hafði nappað hálfri öld áður og setti hana aftur upp í hillu. Hann vildi hins vegar láta þetta verða til einhvers góðs og hóf söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Gofundme. Þar ákvað hann að safna 4.564 dollurum, eða um 640 þúsund krónum, til styrktar góðgerðasamtaka sem efla lestrarkunnáttu.

Þessi upphæð jafngildir bókasafnssektinni sem hann hefði átt að greiða. Sjálfur gaf hann fyrstu 10 prósentin, eða 457 dollara. Það er skemmst frá því að segja að Chuck er þegar búinn að safna meira en 5 þúsund dollurum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi