fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. desember 2024 07:00

Hér sjást norðurkóreskir hermenn á ferð yfir akur í Úkraínu. Mynd:OS Intelligence

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja það ekki rétt að landar þeirra, sem hafa verið sendir til að berjast með Rússum í stríðinu í Úkraínu, séu lítt þjálfaði og aðeins fallbyssufóður. Þeir segja hermennina vera úr úrvalssveitum norðurkóreska hersins og séu vel þjálfaðir og eigi umheimurinn ekki að vanmeta þá.

BBC ræddi við þrjá landflótta norðurkóreska hermenn um þetta. Einn þeirra var liðsforingi og sá um þjálfun úrvalssveitanna og segir að það séu þær sem séu komnar Rússum til aðstoðar.

Hann segist sjá merki þess að bæði Úkraínumenn og stuðningsríki þeirra á Vesturlöndum vanmeti norðurkóresku hermennina en það séu mistök að líta á þá sem auðveld skotmörk, einhverskonar „fallbyssufóður“.

Þremenningarnir sögðu að Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, sé mjög upptekinn af heiðri og myndi ekki senda illa eða lítt þjálfaða hermenn, sem geta skaðað orðspor landsins, til bandalagsríkis á borð við Rússland.

Sögðu þeir að hann hafi sent þá til Rússlands til að sýna hvers þeir eru megnugir. Þeir sögðu að liðsmenn úrvalssveitanna séu hávöxnustu ungu mennirnir sem gegna herþjónustu og í besta líkamlega forminu. Þeir hlýði einræðisstjórninni í einu og öllu og fygli sérhverri skipun án þess að spyrja einnar einustu spurningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“