fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Hefur þú séð Nóru? – 150 þúsund króna fundarlaun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. desember 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læðan Nóra úr Innri-Njarðvík hefur verið týnd síðan 15. nóvember og er hennar sárt saknað. Íris Eir Ægisdóttir hefur heitið 150 þúsund króna fundarlaunum hverjum þeim sem kemur með upplýsingar sem leiða til þess að Nóra finnist. Íris segir á Facebook:

„Langar að biðja íbúa innri njarðvíkur séstaklega um að hafa augun opin fyrir henni í görðum í felum, kringum pallana sína og inní skúrum hjá sér td

Nóra hefur verið týnd síðan 15. nóvember, hún komst út og hljóp hún undir bílana hjá Akurskóla í Innri njarðvík og hefur ekki sést síðan.

Það er ekki útilokað að hún hafi farið undir bíl á planinu hjá Akurskóla og gæti verið hvar sem er (ytri Njarðvík, Keflavík, Vogum ofl). Ég hef einnig fengið ábendingu um að hún hafi verið tekin viljandi inn á heimili fólks en því miður hef ég engar meiri upplýsingar um það. Við búum sjálf á Svölutjörn í innri Njarðvík.

Það eru miklar líkur á því að hún sé í felum eða föst inni einhversstaðar. Við höfum miklar áhyggjur af henni og sérstaklega í þessum kulda. Hún er innikisa, hrædd og ólarlaus.

Innikisur eiga það til að fela sig vel í bílskúrum, undir pöllum og sérstaklega hjá heitum pottum.

856-5850: ef þú sérð svipaða kisu má hringja hvenær sem er.

150.000 kr fundarlaun“

Íris, sambýlismaður hennar og tvö börn eru frá Grindavík en fluttust til Njarðvíkur í kjölfar eldsumbrotanna á Suðurnesjum. Mikið hefur því mætt á fjölskyldunni og hvarf kattarins er nýjasta áfallið. Aðspurð segir Íris að Nóra sé ekki hreinræktuð en fundarlaunin eru til marks um að fjölskyldan metur læðuna mikils og vilji allt til þess vinna að fá hana til sín aftur.

„Það var góð kona sem lagði fram þessi fundarlaun, ég ætlaði upphaflega að hafa fundarlaunin 50 þúsund krónur,“ segir Íris í samtali við DV.

Hún segir að Nóra eigi til að skríða undir bíla og hætta sé á því að hún hafi borist úr úr bænum. Fólk er beðið um að hafa augun opin og hafa samband við Írisi ef þau sjá ketti sem svipar til Nóru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin