fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Greina frá banaslysi tíu ára drengs sem búsettur var á Íslandi – Ökukennari ákærður fyrir manndráp

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 27. desember 2024 12:00

Slysið varð í bænum Nola, skammt frá Napolí. Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskir miðlar greina frá því að 10 ára pólskur drengur, búsettur á Íslandi, hafi látist í bílslysi í skammt frá Napolí í gær, annan í jólum. Ökukennari olli slysinu og sætir nú lögreglurannsókn.

Slysið átti sér stað þar sem vegur og brautarteinar mætast í bænum Nola, skammt frá Napolí, það er Via Roma, um klukkan 14 í gær, 26. desember.

Gaf í þegar brautarhliðið lækkaði

Verið var að lækka brautarhliðið til þess að hleypa lest fram hjá þegar slysið varð. Ökumaður á Renault bifreið, kona sem er ökukennari og búsett í nágrenninu, kom að. Í stað þess að stöðva gaf hún í til að ná að komast yfir vegamótin áður en hliðið lokaðist alveg.

Hinu megin var fjögurra manna fjölskyldan að ganga yfir götuna. Það er drengurinn ungi sem varð fyrir bílnum, foreldrar hans og 13 ára systir. Að sögn ítalskra miðla eru þau pólsk og búsett á Íslandi en voru í heimsókn hjá ættingjum yfir hátíðirnar.

Konan tók drenginn upp í bílinn og keyrði á spítala en hann var þegar látinn.

Rannsókn hafin

Að sögn ítalskra miðla hefur lögreglustjórinn í Nola, Claudio Russo, þegar ákært konuna fyrir manndráp með ökutæki. Farið hefur verið fram á krufningu á líki drengsins.

Lögreglurannsókn stendur yfir og myndbönd úr myndavélum á staðnum eru könnuð. Fram hefur komið að ljós og bjölluhljóð voru byrjuð til að sýna að loka ætti umferð um veginn fyrir járnbrautarlestinni þegar slysið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“
Fréttir
Í gær

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar

Lærir íslensku með aðstoð gervigreindar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfull mannshvörf skekja karabíska paradísareyju

Dularfull mannshvörf skekja karabíska paradísareyju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“

Segir að öll athygli verði á sér á stóru stundinni – ,,Þeir verða undir minni pressu“