Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er von á miklum kulda um helgina og fram að nýársdag. Það kólnar mikið á sunnudag og heldur áfram að kólna mikið á mánudag og er spáð allt að -28 gráðum á hálendinu.
Frost á höfuðborgarsvæðinu gæti farið niður í 13-18 gráður og að sögn veðurfræðingsins Eiríks Arnar Jóhannessonar, sem ræddi við mbl.is, má búast við því að kuldinn verði viðvarandi fram á nýtt ár og að íbúar höfuðborgarsvæðisins megi gera ráð fyrir tveggja stafa frosti þegar þeir hringja inn nýtt ár.
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta þó glatt sig við það að þrátt fyrir frostið er hvorki ekki reiknað með hvassviðri né úrkomu. Svo það verða bara blys og vettlingar þessi áramótin.