Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.
„Björgunarsveitarfólk fór á staðinn og náði að koma böndum á sperrur og þverbönd inni í hlöðunni og þannig tryggja það að þakið lyftist ekki af í þeim suð vestan vindi sem þarna var.
10 manns komu að verkefninu sem var lokið rétt um hálf þrjú í dag og hélt þá björgunarfólk aftur heim.“