En það er að sögn komið babb í bátinn hjá Vladímír Pútín því herforingjar hans eru sagðir neita að senda hermennina yfir ána.
Express skýrir frá þessu og segir að samkvæmt upplýsingum sem ATESH hafi aflað sér þá neiti margir háttsettir rússneskir herforingjar að senda hermenn sína yfir ána og segja það vera hreina sjálfsmorðsför.
„Rússneskir herforingjar neita að senda undirmenn sína til árása í Kherson-héraðinu,“ skrifar ATESH á Telegram og segir að vaxandi spenna sé innan rússneskra hersveita sem eru staðsettar í hertekna hluta Kherson.