fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2024 07:37

Á aðfangadagskvöld er útlit fyrir suðvestan storm með dimmum éljum á sunnan- og vestanverðu landinu. Mynd: Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafi einhver átt sér draum um rólegt jólaveður með hvítum nýföllnum púðursnjó verður sá hinn sami líklega fyrir vonbrigðum ef marka má veðurspá næstu daga.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands í morgunsárið er farið yfir stöðuna í veðrinu.

„Nú þegar þetta er skrifað er 960 mb lægð stödd 600 km vestur af Reykjanesi. Í nótt sendi þessi lægð megin skilakerfi sitt til norðausturs yfir landið. Í skilunum var suðaustan stormur með slyddu eða snjókomu, en fór yfir í rigningu við suður- og vesturströndina þegar hlýnaði. Handan skilanna er hægari suðvestanátt með skúrum og hita 2 til 7 stig. Nú kl. 6 hefur vindur snúist til suðvestanáttar í Keflavík og mun snúast annars staðar eftir því sem líður á morguninn og skilin færast til norðausturs,“ segir veðurfræðingur.

„Áðurnefnd lægð færist til norðausturs og nálgast þar með landið. Síðdegis bætir því aftur í vindinn og má búast við allhvössum vindi sunnantil, en hvassviðri eða stormi á Norðurlandi og Vestfjörðum. Það kólnar smám saman og útlit er fyrir slydduél eða él á vesturhelmingi landsins.“

Að sögn veðurfræðings eru horfur á sunnan kalda eða strekkingi í fyrramálið og verður slydda eða snjókoma viðloðandi, en þurrt veður á norðaustanverðu landinu.

„Síðdegis á morgun gera spár ráð fyrir að önnur lægð dýpki fyrir vestan land. Þá herðir á vindinum og með fylgja él. Á aðfangadagskvöld er útlit fyrir suðvestan storm með dimmum éljum á sunnan- og vestanverðu landinu. Á Norðaustur- og Austurlandi verður heldur hægari vindur og úrkomulaust. Frystir á öllu landinu. Einnig er vert að nefna að horfur eru á að óveðrið á aðfangadagskvöld verði langvarandi og haldist áfram með litlum breytingum á jólanótt og á jóladag,“ segir veðurfræðingur sem lýkur pistli sínum á þessum orðum:

„Af ofansögðu er ljóst að það er líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið. Í hvössum vindi og éljum eru akstursskilyrði erfið og færð getur auðveldlega spillst, sérílagi á tímum þegar snjómokstur er af skornum skammti.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á þriðjudag (aðfangadagur jóla):
Sunnan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma, en þurrt á norðaustanverðu landinu. Hiti kringum frostmark. Hvessir síðdegis, suðvestan 15-23 um kvöldið, hvassast suðvestantil á landinu. Víða éljagangur, en áfram þurrt norðaustanlands. Kólnandi veður.

Á miðvikudag (jóladagur):
Suðvestan 15-23 m/s með dimmum éljum, en bjartviðri á Austurlandi. Frost 1 til 6 stig.

Á fimmtudag (annar í jólum):
Suðvestan og sunnan 10-18 og snjókoma eða slydda með köflum, en þurrt á norðaustanverðu landinu. Hiti um og undir frostmarki.

Á föstudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og snjókoma með köflum, en úrkomulítið austanlands. Frost 1 til 6 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir norðlæga átt. Snjókoma eða él á norðanverðu landinu, en bjartviðri sunnantil. Frost 3 til 12 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar