Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi varaþingmaður og starfsmaður Háskóla Íslands, segir Katrínu Kristínu Gunnarsdóttur, eiganda verslunarinnar Lumex við Skipholt, ljúga þegar hún segist aðeins í örfá skipti hafa lagt bifreið sinni fyrir ramp fyrir fatlaða sem staðsettur er fyrir framan Lumex. Inga Margrét, sem starfar í húsnæði við hliðina á Lumex, segir Katrínu hafa gert slíkt ítrekað á liðnu ári og verið með hortugheit og stæla þrátt fyrir tiltal og hótanir um að hegðunin yrði gerð opinber.
Fyrr í dag steig Auður Magndís Auðardóttir, lektor við Háskóla Íslands, fram á samfélagsmiðlum og sagði sig tilneydda til að benda á óboðlega framkomu Katrínar sem, að hennar sögn, hafi undanfarið ár gert það að leik sínum að leggja fyrir framan áðurnefndan ramp sem er fyrir fram verslun Lumex í Skipholtinu. Sagði Auður að hún teldi að illgirni lægi þar að baki og birti myndir af bílnum.
Katrín svaraði síðan fyrir sig með því að vísa þeim ásökunum alfarið á bug. Sagðist hún að aðeins í örfá skipti hafa lagt á umræddum stað og það hafi verið raunin í þeim tilvikum sem Auður birti myndir af.
Eins og áður segir þá vill Inga meina að það sé fjarri sannleikanum:
„Ég vinn í skrifstofuhúsnæði Háskóla Íslands við hliðina á Lumex ljósaverslun og hef lent í vandræðum vegna þess hvernig eigendur verslunarinnar haga sér.