fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. desember 2024 14:30

Lögreglumenn í Pattaya á vettvangi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tælenski fréttamiðilinn Pattaya News fullyrðir í frétt á vefsíðu sinni að 71 árs gamall íslenskur karlmaður sé í haldi lögreglu þar ytra eftir lík 48 ára konu fannst í íbúð sem maðurinn leigir í borginni. Kemur fram í frétt miðilsins að konan virðist hafa legið látinn í þrjá sólarhringa í íbúð mannsins á fimmtu hæð gistiheimilis við Soi Somprasong-torg í borginni,  áður en hún uppgötvaðist.

Maðurinn, sem er nefndur „Mr. E“, í greininni er sagður hafa gefið þær útskýringar að hann hafi ekki áttað sig á að konan væri látin.

Það virðist hins vegar orðið sífellt algengara að tælenskir fjölmiðlar ruglist á Írlandi og Íslandi þegar kemur að fréttum þar ytra. Svo virðist vera að slíkur misskilningur hafi átt sér stað í þetta skiptið en aðrir tælenskir miðlar segja sitt á hvað hvort maðurinn sé íslenskur eða írskur.

Þannig greindi Vísir frá því í ágúst á þessu ári að drukkinn íslenskur maður hefði gengið berserksgang ytra og lamið leigubílstjóra. Sú frétt var hins vegar dreginn tilbaka stuttu síðar þegar áðurnefndur tælenskur fréttamiðill, Pattaya News, staðfesti að maðurinn væri írskur.

Í samtali við Ægi Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, hefur fyrrnefnt mál ekki komið inn á borð þeirra. Þá hefur málið vakið umtal innan Facebook-hóps Tælandsvina en þar kannast ekki nokkur maður við „Mr. E“ sem þar af leiðandi er vonandi írskur.

Uppfært: 

Daily Mail hefur nú birt ítarlega umfjöllun um málið þar sem fram kemur að maðurinn, sem heitir heitir Bearach Beataid, sé Norður-Íri en sé einnig með írskt vegabréf. Hin látna starfaði sem kynlífsverkakona og hét Duangta Khampongsom.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við